Erlent

Forsætisráðherra Ítala heimsækir Kína

Bjarki Ármannsson skrifar
Kínverskur hermaður lagar kaskeiti kollega síns er þeir búa sig undir að taka á móti Renzi fyrir framan Höll fólksins í gær.
Kínverskur hermaður lagar kaskeiti kollega síns er þeir búa sig undir að taka á móti Renzi fyrir framan Höll fólksins í gær. Vísir/AP
Matteo Renzi, nýr forsætisráðherra Ítalíu, er um þessar mundir staddur í Kína. Heimsóknin er hluti af opinberu ferðalagi um Asíu sem miðar að því að styrkja viðskiptastöðu Ítala í álfunni.

Í gær hittust þeir Renzi og Xi Jingping, forseti Kína, í Höll fólksins í Peking og lýsti sá síðarnefndi yfir aðdáun sinni á efnahagsáætlun nýrrar ríkisstjórnar Ítalíu.

Á mánudaginn varð Renzi fyrsti forsætisráðherra Ítalíu til að heimsækja Víetnam opinberlega. Hann mun einnig koma við í Kasakstan á ferð sinni um Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×