Eina sem réttlætir fjáraustrið er heimsmeistaratitillinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2014 17:30 Vísir/getty Valið á Brasilíu sem gestgjafa HM í knattspyrnu árið 2014 kom fáum á óvart. Eftir að Kólumbía dró umsókn sína um að halda keppnina til baka var Brasilía eina umsóknarþjóðin sem stóð eftir. Það var því aðeins formsatriði að nafn landsins yrði dregið úr umslaginu í október 2007. Brasilía hafði frá upphafi verið augljósi valkosturinn enda kváðu reglur FIFA á um að hvert heimsmeistaramót yrði að vera haldið í ólíkri heimsálfu og árið 2014 var röðin komin að Suður-Ameríku. Fyrir ekki svo löngu virtist allt í lukkunnar velstandi í Brasilíu. Efnahagurinn blómstraði, Ríó de Janeiro var valin til að halda Ólympíuleikana 2016 og ekki skemmdi sigurinn á heimsmeisturum Spánverja í úrslitaleik Álfukeppninnar 2013 fyrir. Undir yfirborðinu kraumaði hins vegar djúpstæð óánægja. Þegar Álfukeppnin í Brasilíu hófst gekk mótmælaalda yfir landið. Í Ríó mótmæltu 300.000 manns hið minnsta og samanlagt tvær milljónir manna tóku þátt í mótmælum í meira en 80 borgum víðs vegar um Brasilíu. Mótmælin hafa meðal annars verið kölluð Revolta do Busão, eða Strætóbyltingin, og var þeim beint gegn hækkandi fargjöldum í almenningssamgöngum. Það var þó ekki allt, því aðrir þættir komu einnig inn í dæmið. Almenningur var búinn að fá sig fullsaddan af landlægri spillingu og skorti á fjárveitingu í mennta- og heilbrigðismál, á sama tíma og óheyrilegar fjárhæðir fóru í að undirbúa dýrustu heimsmeistarakeppni sögunnar. Bloomberg-fréttaveitan gerir ráð fyrir að keppnin muni kosta rúma 1.600 milljarða króna, en þessar upphæðir, sem hafa farið langt fram úr áætlun, hafa vakið hneykslan. Reiði fólks beinist ekki einungis gegn stjórnvöldum heldur einnig gegn FIFA sem margir sjá fyrir sér sem græðgina holdi klædda, hrægamm sem muni rýja Brasilíu inn að skinni. Knattspyrnugoðsögnin Romário hefur meðal annarra lýst sig andsnúinn fjáraustrinu og kallað Sepp Blatter, forseta FIFA, þjóf og skíthæl. Mótmælin hafa tekið aftur við sér eftir því sem nær dregur mótinu, en nú síðast fóru lestarstarfsmenn í Sao Paulo í verkfall og lömuðu þar með stóran hluta samgöngukerfis fjölmennustu borgar landsins. Hrottaskapur lögreglunnar hefur heldur ekki bætt úr skák, bæði gagnvart mótmælendum og í „friðþægingaraðgerðum“ í fátækrahverfunum. Gróft ofbeldi af hálfu lögreglumanna er ekki óalgengt í baráttu hennar gegn glæpagengjum og fólk er jafnvel hræddara við laganna verði en glæpamennina. Ævintýri Brasilíu virðist vera að breytast í martröð. Góðærinu er lokið og framtíðin er óljós. Þeim Brasilíumönnum sem eru óánægðir með ástandið í landinu fjölgar sífellt og mælast þeir nú 72 prósent þjóðarinnar. Fólk virðist ekki sætta sig lengur við grófa misskiptingu auðs, spillingu og taumlausa eyðslu í hvíta fíla líkt og HM. Það eina sem gæti réttlætt fjáraustrið í augum margra Brasilíumanna er heimsmeistaratitill. En þótt Brasilía standi uppi sem sigurvegari á HM er það engin trygging fyrir því að öldurnar lægi, enda bíða þessa fjölmennasta ríkis Suður-Ameríku miklar áskoranir. Það er oft sagt að knattspyrna sé trúarbrögð. Ef svo er þá hefur brasilíska þjóðin fundið takmörk trúar sinnar.Stöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Meiðsli í herbúðum Frakklands Olivier Giroud, Mamadou Sakho og Laurent Koscielny sátu hjá á æfingu franska landsliðsins í gær vegna meiðsla. 12. júní 2014 09:30 Tuttugu staðreyndir um HM Vissir þú að ekkert lið hefur farið taplaust í gegnum jafn mörg mót og Brasilía? 12. júní 2014 15:45 Ronaldo og Messi báðir á höttunum eftir gullstyttunni Ronaldo og Messi hafa báðir verið gagnrýndir fyrir að sýna ekki sömu takta með félagsliðum og landsliðum sínum. Það verður mikil pressa á báðum leikmönnum að leiða lið sín að gullstyttunni frægu. 12. júní 2014 12:30 Ýmsar nýjungar á HM í Brasilíu Boðið verður upp á ýmsar nýjungar á HM til að aðstoða dómara leiksins. Spurning er hvernig hinn almenni sófaáhugamaður tekur í breytingarnar sem draga úr vafamálum. 12. júní 2014 14:00 Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn Átján leikir í beinni og HM-messa með Gumma Ben á Stöð 2 Sport 2. 12. júní 2014 13:15 Okkar Hiroshima var HM 1950 „Í sögu hverrar þjóðar er að finna meiriháttar stórslys eða áfall, eitthvað eins og Hiroshima,“ sagði brasilíska leikskáldið Nelson Rodrigues eitt sinn. 12. júní 2014 15:00 Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Sjá meira
Valið á Brasilíu sem gestgjafa HM í knattspyrnu árið 2014 kom fáum á óvart. Eftir að Kólumbía dró umsókn sína um að halda keppnina til baka var Brasilía eina umsóknarþjóðin sem stóð eftir. Það var því aðeins formsatriði að nafn landsins yrði dregið úr umslaginu í október 2007. Brasilía hafði frá upphafi verið augljósi valkosturinn enda kváðu reglur FIFA á um að hvert heimsmeistaramót yrði að vera haldið í ólíkri heimsálfu og árið 2014 var röðin komin að Suður-Ameríku. Fyrir ekki svo löngu virtist allt í lukkunnar velstandi í Brasilíu. Efnahagurinn blómstraði, Ríó de Janeiro var valin til að halda Ólympíuleikana 2016 og ekki skemmdi sigurinn á heimsmeisturum Spánverja í úrslitaleik Álfukeppninnar 2013 fyrir. Undir yfirborðinu kraumaði hins vegar djúpstæð óánægja. Þegar Álfukeppnin í Brasilíu hófst gekk mótmælaalda yfir landið. Í Ríó mótmæltu 300.000 manns hið minnsta og samanlagt tvær milljónir manna tóku þátt í mótmælum í meira en 80 borgum víðs vegar um Brasilíu. Mótmælin hafa meðal annars verið kölluð Revolta do Busão, eða Strætóbyltingin, og var þeim beint gegn hækkandi fargjöldum í almenningssamgöngum. Það var þó ekki allt, því aðrir þættir komu einnig inn í dæmið. Almenningur var búinn að fá sig fullsaddan af landlægri spillingu og skorti á fjárveitingu í mennta- og heilbrigðismál, á sama tíma og óheyrilegar fjárhæðir fóru í að undirbúa dýrustu heimsmeistarakeppni sögunnar. Bloomberg-fréttaveitan gerir ráð fyrir að keppnin muni kosta rúma 1.600 milljarða króna, en þessar upphæðir, sem hafa farið langt fram úr áætlun, hafa vakið hneykslan. Reiði fólks beinist ekki einungis gegn stjórnvöldum heldur einnig gegn FIFA sem margir sjá fyrir sér sem græðgina holdi klædda, hrægamm sem muni rýja Brasilíu inn að skinni. Knattspyrnugoðsögnin Romário hefur meðal annarra lýst sig andsnúinn fjáraustrinu og kallað Sepp Blatter, forseta FIFA, þjóf og skíthæl. Mótmælin hafa tekið aftur við sér eftir því sem nær dregur mótinu, en nú síðast fóru lestarstarfsmenn í Sao Paulo í verkfall og lömuðu þar með stóran hluta samgöngukerfis fjölmennustu borgar landsins. Hrottaskapur lögreglunnar hefur heldur ekki bætt úr skák, bæði gagnvart mótmælendum og í „friðþægingaraðgerðum“ í fátækrahverfunum. Gróft ofbeldi af hálfu lögreglumanna er ekki óalgengt í baráttu hennar gegn glæpagengjum og fólk er jafnvel hræddara við laganna verði en glæpamennina. Ævintýri Brasilíu virðist vera að breytast í martröð. Góðærinu er lokið og framtíðin er óljós. Þeim Brasilíumönnum sem eru óánægðir með ástandið í landinu fjölgar sífellt og mælast þeir nú 72 prósent þjóðarinnar. Fólk virðist ekki sætta sig lengur við grófa misskiptingu auðs, spillingu og taumlausa eyðslu í hvíta fíla líkt og HM. Það eina sem gæti réttlætt fjáraustrið í augum margra Brasilíumanna er heimsmeistaratitill. En þótt Brasilía standi uppi sem sigurvegari á HM er það engin trygging fyrir því að öldurnar lægi, enda bíða þessa fjölmennasta ríkis Suður-Ameríku miklar áskoranir. Það er oft sagt að knattspyrna sé trúarbrögð. Ef svo er þá hefur brasilíska þjóðin fundið takmörk trúar sinnar.Stöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Meiðsli í herbúðum Frakklands Olivier Giroud, Mamadou Sakho og Laurent Koscielny sátu hjá á æfingu franska landsliðsins í gær vegna meiðsla. 12. júní 2014 09:30 Tuttugu staðreyndir um HM Vissir þú að ekkert lið hefur farið taplaust í gegnum jafn mörg mót og Brasilía? 12. júní 2014 15:45 Ronaldo og Messi báðir á höttunum eftir gullstyttunni Ronaldo og Messi hafa báðir verið gagnrýndir fyrir að sýna ekki sömu takta með félagsliðum og landsliðum sínum. Það verður mikil pressa á báðum leikmönnum að leiða lið sín að gullstyttunni frægu. 12. júní 2014 12:30 Ýmsar nýjungar á HM í Brasilíu Boðið verður upp á ýmsar nýjungar á HM til að aðstoða dómara leiksins. Spurning er hvernig hinn almenni sófaáhugamaður tekur í breytingarnar sem draga úr vafamálum. 12. júní 2014 14:00 Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn Átján leikir í beinni og HM-messa með Gumma Ben á Stöð 2 Sport 2. 12. júní 2014 13:15 Okkar Hiroshima var HM 1950 „Í sögu hverrar þjóðar er að finna meiriháttar stórslys eða áfall, eitthvað eins og Hiroshima,“ sagði brasilíska leikskáldið Nelson Rodrigues eitt sinn. 12. júní 2014 15:00 Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Sjá meira
Meiðsli í herbúðum Frakklands Olivier Giroud, Mamadou Sakho og Laurent Koscielny sátu hjá á æfingu franska landsliðsins í gær vegna meiðsla. 12. júní 2014 09:30
Tuttugu staðreyndir um HM Vissir þú að ekkert lið hefur farið taplaust í gegnum jafn mörg mót og Brasilía? 12. júní 2014 15:45
Ronaldo og Messi báðir á höttunum eftir gullstyttunni Ronaldo og Messi hafa báðir verið gagnrýndir fyrir að sýna ekki sömu takta með félagsliðum og landsliðum sínum. Það verður mikil pressa á báðum leikmönnum að leiða lið sín að gullstyttunni frægu. 12. júní 2014 12:30
Ýmsar nýjungar á HM í Brasilíu Boðið verður upp á ýmsar nýjungar á HM til að aðstoða dómara leiksins. Spurning er hvernig hinn almenni sófaáhugamaður tekur í breytingarnar sem draga úr vafamálum. 12. júní 2014 14:00
Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn Átján leikir í beinni og HM-messa með Gumma Ben á Stöð 2 Sport 2. 12. júní 2014 13:15
Okkar Hiroshima var HM 1950 „Í sögu hverrar þjóðar er að finna meiriháttar stórslys eða áfall, eitthvað eins og Hiroshima,“ sagði brasilíska leikskáldið Nelson Rodrigues eitt sinn. 12. júní 2014 15:00