Ronaldo og Messi báðir á höttunum eftir gullstyttunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2014 12:30 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Lionel Messi hefur unnið allt sem hægt er að vinna, bæði sem einstaklingur og leikmaður Barcelona. En það vantar einn titil í safnið og þann stærsta að margra mati, sjálfan heimsmeistaratitilinn. Þess er enn beðið að Messi leiði Argentínu til sigurs á HM, líkt og maðurinn sem hann er oftast borinn saman við, Diego Maradona, gerði fyrir 28 árum í Mexíkó. Messi lék sinn fyrsta leik á HM þegar hann kom inn á sem varamaður í 6-0 sigri Argentínu á Serbíu og Svartfjallalandi árið 2006. Um leið og Messi kom inn á var myndavélunum beint upp í stúku þar sem Maradona stóð, íklæddur argentínsku landsliðstreyjunni, brosandi út að eyrum eins og stoltur faðir. Messi var ekki lengi að láta að sér kveða og skoraði mark og átti stoðsendingu á þessum fyrstu 16 mínútum sínum á HM. Hann kom hins vegar ekkert við sögu þegar Argentína féll úr leik fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum. Messi mætti svo aftur til leiks í Suður-Afríku fyrir fjórum árum, þar sem Maradona sjálfur stýrði argentínska liðinu. Framan af gekk allt vel en Argentína hljóp á þýskan vegg í átta liða úrslitunum. Lokatölur urðu 4-0 í síðasta leik liðsins undir stjórn Maradona. Það væri hart að segja að Messi hefði verið slakur í Suður-Afríku, en honum mistókst að finna netmöskvana í fimm leikjum og þótt óreiðukennd leikaðferð Maradona hefði ekki hjálpað til, þá spilaði þessi frábæri leikmaður undir pari. Messi mistókst einnig að skora í Suður-Ameríkukeppninni 2011, en eftir að Alejandro Sabella tók við sem þjálfari hefur Messi öðlast nýtt líf með argentínska landsliðinu. Sabella gerði hann að fyrirliða og síðan þá hefur Messi skorað 21 mark í 25 landsleikjum. Argentínski snillingurinn fær í sumar þriðja tækifærið til að sigra á HM. Messi býr yfir öllum heimsins hæfileikum, nú þarf hann bara að virkja þá á því stóra sviði sem HM er. Cristiano Ronaldo hefur, líkt og Lionel Messi, unnið allt sem einn knattspyrnumaður getur unnið. Og líkt og Messi hefur hann verið gagnrýndur fyrir að ná ekki þeim hæðum með landsliðinu sem hann hefur náð með félagsliðum sínum í gegnum tíðina. Það er þó ekki svo að Ronaldo hafi aldrei gert neitt með portúgalska landsliðinu. Þegar hann var 21 árs var hann búinn að spila til verðlauna á tveimur stórmótum. Fyrst á EM 2004, þar sem Ronaldo, þá 19 ára, skoraði tvö mörk í sex leikjum þegar Portúgal endaði í öðru sæti á heimavelli. Tveimur árum síðar á HM í Þýskalandi skoraði Ronaldo eitt mark í sex leikjum þegar Portúgal endaði í fjórða sæti. Hann var þó aðallega milli tannanna á fólki vegna atviks í átta liða úrslitunum gegn Englandi, þar hann átti að hafa þrýst á dómarann, Horacio Elizondo, að gefa Wayne Rooney, samherja hans hjá Manchester United, rautt spjald eftir að sá síðarnefndi hafði traðkað á Ricardo Carvalho, varnarmanni Portúgal. Ronaldo tókst hins vegar ekki að fylgja þessari góðu byrjun með landsliðinu eftir. Hann var hálfdaufur á EM 2008, þar sem Portúgal féll úr leik í átta liða úrslitum, og náði sér heldur ekki á strik á HM í Suður-Afríku. Ronaldo skoraði aðeins eitt mark, í 7-0 sigri á Norður-Kóreu, og Portúgal féll úr leik fyrir Spáni í 16 liða úrslitum. „Hinn raunverulegi Ronaldo var ekki með á þessu móti,“ sagði Carlos Querioz, sem stýrði Portúgal á HM 2010. Eftir að Paulo Bento tók við af Querioz hefur spilamennska Ronaldos með landsliðinu farið batnandi. Hann var góður á EM 2012 og frammistaða hans gegn Svíþjóð í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu síðasta haust var ógleymanleg, en hann skoraði öll fjögur mörk Portúgals í leikjunum tveimur. Ronaldo hefur átt glæsilegan feril og er fyrir löngu búinn að skrá sig í sögubækurnar. Hann getur skrifað enn einn kaflann í Brasilíu, þangað sem hann átti stærstan þátt í að koma portúgalska landsliðinu.Glæsilegt fylgirit um heimsmeistarakeppnina í Brasilíu fylgdi Fréttablaðinu í morgun en þessi grein birtist fyrst þar. Stöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins. Kynntu þér málið nánar á 365.is. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Lionel Messi hefur unnið allt sem hægt er að vinna, bæði sem einstaklingur og leikmaður Barcelona. En það vantar einn titil í safnið og þann stærsta að margra mati, sjálfan heimsmeistaratitilinn. Þess er enn beðið að Messi leiði Argentínu til sigurs á HM, líkt og maðurinn sem hann er oftast borinn saman við, Diego Maradona, gerði fyrir 28 árum í Mexíkó. Messi lék sinn fyrsta leik á HM þegar hann kom inn á sem varamaður í 6-0 sigri Argentínu á Serbíu og Svartfjallalandi árið 2006. Um leið og Messi kom inn á var myndavélunum beint upp í stúku þar sem Maradona stóð, íklæddur argentínsku landsliðstreyjunni, brosandi út að eyrum eins og stoltur faðir. Messi var ekki lengi að láta að sér kveða og skoraði mark og átti stoðsendingu á þessum fyrstu 16 mínútum sínum á HM. Hann kom hins vegar ekkert við sögu þegar Argentína féll úr leik fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum. Messi mætti svo aftur til leiks í Suður-Afríku fyrir fjórum árum, þar sem Maradona sjálfur stýrði argentínska liðinu. Framan af gekk allt vel en Argentína hljóp á þýskan vegg í átta liða úrslitunum. Lokatölur urðu 4-0 í síðasta leik liðsins undir stjórn Maradona. Það væri hart að segja að Messi hefði verið slakur í Suður-Afríku, en honum mistókst að finna netmöskvana í fimm leikjum og þótt óreiðukennd leikaðferð Maradona hefði ekki hjálpað til, þá spilaði þessi frábæri leikmaður undir pari. Messi mistókst einnig að skora í Suður-Ameríkukeppninni 2011, en eftir að Alejandro Sabella tók við sem þjálfari hefur Messi öðlast nýtt líf með argentínska landsliðinu. Sabella gerði hann að fyrirliða og síðan þá hefur Messi skorað 21 mark í 25 landsleikjum. Argentínski snillingurinn fær í sumar þriðja tækifærið til að sigra á HM. Messi býr yfir öllum heimsins hæfileikum, nú þarf hann bara að virkja þá á því stóra sviði sem HM er. Cristiano Ronaldo hefur, líkt og Lionel Messi, unnið allt sem einn knattspyrnumaður getur unnið. Og líkt og Messi hefur hann verið gagnrýndur fyrir að ná ekki þeim hæðum með landsliðinu sem hann hefur náð með félagsliðum sínum í gegnum tíðina. Það er þó ekki svo að Ronaldo hafi aldrei gert neitt með portúgalska landsliðinu. Þegar hann var 21 árs var hann búinn að spila til verðlauna á tveimur stórmótum. Fyrst á EM 2004, þar sem Ronaldo, þá 19 ára, skoraði tvö mörk í sex leikjum þegar Portúgal endaði í öðru sæti á heimavelli. Tveimur árum síðar á HM í Þýskalandi skoraði Ronaldo eitt mark í sex leikjum þegar Portúgal endaði í fjórða sæti. Hann var þó aðallega milli tannanna á fólki vegna atviks í átta liða úrslitunum gegn Englandi, þar hann átti að hafa þrýst á dómarann, Horacio Elizondo, að gefa Wayne Rooney, samherja hans hjá Manchester United, rautt spjald eftir að sá síðarnefndi hafði traðkað á Ricardo Carvalho, varnarmanni Portúgal. Ronaldo tókst hins vegar ekki að fylgja þessari góðu byrjun með landsliðinu eftir. Hann var hálfdaufur á EM 2008, þar sem Portúgal féll úr leik í átta liða úrslitum, og náði sér heldur ekki á strik á HM í Suður-Afríku. Ronaldo skoraði aðeins eitt mark, í 7-0 sigri á Norður-Kóreu, og Portúgal féll úr leik fyrir Spáni í 16 liða úrslitum. „Hinn raunverulegi Ronaldo var ekki með á þessu móti,“ sagði Carlos Querioz, sem stýrði Portúgal á HM 2010. Eftir að Paulo Bento tók við af Querioz hefur spilamennska Ronaldos með landsliðinu farið batnandi. Hann var góður á EM 2012 og frammistaða hans gegn Svíþjóð í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu síðasta haust var ógleymanleg, en hann skoraði öll fjögur mörk Portúgals í leikjunum tveimur. Ronaldo hefur átt glæsilegan feril og er fyrir löngu búinn að skrá sig í sögubækurnar. Hann getur skrifað enn einn kaflann í Brasilíu, þangað sem hann átti stærstan þátt í að koma portúgalska landsliðinu.Glæsilegt fylgirit um heimsmeistarakeppnina í Brasilíu fylgdi Fréttablaðinu í morgun en þessi grein birtist fyrst þar. Stöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins. Kynntu þér málið nánar á 365.is.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira