Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn 12. júní 2014 13:15 Bjarni Guðjónsson, Gummi Ben og Hjörvar verða allir í HM-messunni. vísir/daníel Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í Brasilíu í kvöld með upphafsleik heimamanna og Króata í Sao Paulo. Útsendingar Stöðvar 2 Sport2 hefjast annað kvöld en þar verða 18 leikir í beinni. „Það sem er skemmtilegast við HM hjá okkur er sú staðreynd að við erum með kvöldin, skemmtilegasta leiktímanum. Gummi Ben hefur HM-messu klukkan 21:10 fram að leik klukkan 22:00 og svo er leikurinn til miðnættis,“ segir Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports. „HM Messan verður litrík; Óskar Hrafn, Bjarni Guðjóns, Reynir Leósson og nokkur óvænt andlit mæta til Gumma á kvöldin. Þeirra hlutverk verður að segja fólki eitthvað sem það veit ekki. Ekki bara að segja fólki að Ítalir spili góða vörn, Afríkumenn séu villtir eða að Brasilíumenn læri fótbolta úti á bílastæði.“ „Við munum nálgast leikina að þeirri fagmennsku sem hefur fylgt okkur frá fyrsta degi. Allir átján leikirnir verða í brakandi háskerpu og auðvitað erum við sérstaklega spenntir fyrir leik Englands og Ítalíu á laugardagskvöldið. Það er menningarviðburður eins og þeir gerast bestir.“Aron Jóhannsson mætir til leiks í Brasilíu.Vísir/gettyAron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM komi hann við sögu hjá Bandaríkjunum í Brasilíu. „Aron er að upplifa draum allra með því að spila á flottasta móti í heiminum. Vissulega eru vetrar- og sumarólympíuleikar stórkostleg mót en það er ekkert eins og HM í mínum huga,“ segir Hjörvar. „Það er svo ótrúlegt að einhver gutti úr Grafarvoginum skuli vera þarna. Hann er íslenskari en harðfiskurinn þó hann sé fæddur í Vesturheimi eins og margir góðir.“ Allir leikirnir á HM verða sýndir á Stöð 2 Sport 2 en 18 þeirra í beinni útsendingu, þar af allir kvöldleikirnir í riðlakeppninni sem fyrr segir. „Auðvitað er aðalmalmálið leikirnir átján í beinni útsendingu. Og að sama skapi verða leikirnir okkar allir sýndir hjá RÚV líka en bara seinna,“ segir Hjörvar. „Þó fótbolti sé alltaf skemmtilegur þá vill maður fá hann í beinni útsendingu. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar maður þurfti bara að sniðganga textavarpið og útvarpsfréttir á RÚV til að heyra ekki úrslitin.“ Gummi Ben og félagar hætta svo ekkert þegar riðlakeppninni er lokið. „Eftir riðlakeppnina verður Gummi með HM-messu kl. 22:00 daginn eftir 16 liða úrslit, 8 liða úrslit, undanúrslit og loks á mánudeginum eftir keppnina,“ segir Hjörvar Hafliðason.Leikirnir á HM sem verða í beinni á Stöð 2 Sport 2: 13. júní, klukkan 22.00 B-riðill: Síle-Ástralía 14. júní, klukkan 22.00 D-riðill: England-Ítalía 15. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Argentína-Bosnía 16. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Gana - Bandaríkin 17. júní, klukkan 22.00 H-riðill: Rússland - Suður Kórea 18. júní, klukkan 22.00 A-riðill: Kamerún - Króatía 19. júní, klukkan 22.00 C-riðill: Japan - Grikkland 20. júní, klukkan 22.00 E-riðill: Hondúras - Ekvador 21. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Nígería - Bosnía 22. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Bandaríkin - Portúgal 23. júní, klukkan 16.00 B-riðill: Ástralía - Spánn 23. júní, klukkan, 20.00 A-riðill: Kamerún - Brasilíu 24. júní, klukkan 16.00 D-riðill: Kosta Ríka - England 24. júní, klukkan, 20.00 C-riðill: Japan - Kólumbía 25. júní, klukkan 16.00 F-riðill: Bosnía - Íran 25. júní, klukkan, 20.00 E-riðill: Ekvador - Frakkland 26. júní, klukkan 16.00 G-riðill: Bandaríkin - Þýskaland 26. júní, klukkan, 20.00 H-riðill: Suður Kórea - BelgíaStöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í Brasilíu í kvöld með upphafsleik heimamanna og Króata í Sao Paulo. Útsendingar Stöðvar 2 Sport2 hefjast annað kvöld en þar verða 18 leikir í beinni. „Það sem er skemmtilegast við HM hjá okkur er sú staðreynd að við erum með kvöldin, skemmtilegasta leiktímanum. Gummi Ben hefur HM-messu klukkan 21:10 fram að leik klukkan 22:00 og svo er leikurinn til miðnættis,“ segir Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports. „HM Messan verður litrík; Óskar Hrafn, Bjarni Guðjóns, Reynir Leósson og nokkur óvænt andlit mæta til Gumma á kvöldin. Þeirra hlutverk verður að segja fólki eitthvað sem það veit ekki. Ekki bara að segja fólki að Ítalir spili góða vörn, Afríkumenn séu villtir eða að Brasilíumenn læri fótbolta úti á bílastæði.“ „Við munum nálgast leikina að þeirri fagmennsku sem hefur fylgt okkur frá fyrsta degi. Allir átján leikirnir verða í brakandi háskerpu og auðvitað erum við sérstaklega spenntir fyrir leik Englands og Ítalíu á laugardagskvöldið. Það er menningarviðburður eins og þeir gerast bestir.“Aron Jóhannsson mætir til leiks í Brasilíu.Vísir/gettyAron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM komi hann við sögu hjá Bandaríkjunum í Brasilíu. „Aron er að upplifa draum allra með því að spila á flottasta móti í heiminum. Vissulega eru vetrar- og sumarólympíuleikar stórkostleg mót en það er ekkert eins og HM í mínum huga,“ segir Hjörvar. „Það er svo ótrúlegt að einhver gutti úr Grafarvoginum skuli vera þarna. Hann er íslenskari en harðfiskurinn þó hann sé fæddur í Vesturheimi eins og margir góðir.“ Allir leikirnir á HM verða sýndir á Stöð 2 Sport 2 en 18 þeirra í beinni útsendingu, þar af allir kvöldleikirnir í riðlakeppninni sem fyrr segir. „Auðvitað er aðalmalmálið leikirnir átján í beinni útsendingu. Og að sama skapi verða leikirnir okkar allir sýndir hjá RÚV líka en bara seinna,“ segir Hjörvar. „Þó fótbolti sé alltaf skemmtilegur þá vill maður fá hann í beinni útsendingu. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar maður þurfti bara að sniðganga textavarpið og útvarpsfréttir á RÚV til að heyra ekki úrslitin.“ Gummi Ben og félagar hætta svo ekkert þegar riðlakeppninni er lokið. „Eftir riðlakeppnina verður Gummi með HM-messu kl. 22:00 daginn eftir 16 liða úrslit, 8 liða úrslit, undanúrslit og loks á mánudeginum eftir keppnina,“ segir Hjörvar Hafliðason.Leikirnir á HM sem verða í beinni á Stöð 2 Sport 2: 13. júní, klukkan 22.00 B-riðill: Síle-Ástralía 14. júní, klukkan 22.00 D-riðill: England-Ítalía 15. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Argentína-Bosnía 16. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Gana - Bandaríkin 17. júní, klukkan 22.00 H-riðill: Rússland - Suður Kórea 18. júní, klukkan 22.00 A-riðill: Kamerún - Króatía 19. júní, klukkan 22.00 C-riðill: Japan - Grikkland 20. júní, klukkan 22.00 E-riðill: Hondúras - Ekvador 21. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Nígería - Bosnía 22. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Bandaríkin - Portúgal 23. júní, klukkan 16.00 B-riðill: Ástralía - Spánn 23. júní, klukkan, 20.00 A-riðill: Kamerún - Brasilíu 24. júní, klukkan 16.00 D-riðill: Kosta Ríka - England 24. júní, klukkan, 20.00 C-riðill: Japan - Kólumbía 25. júní, klukkan 16.00 F-riðill: Bosnía - Íran 25. júní, klukkan, 20.00 E-riðill: Ekvador - Frakkland 26. júní, klukkan 16.00 G-riðill: Bandaríkin - Þýskaland 26. júní, klukkan, 20.00 H-riðill: Suður Kórea - BelgíaStöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Sjá meira