Okkar Hiroshima var HM 1950 12. júní 2014 15:00 „Í sögu hverrar þjóðar er að finna meiriháttar stórslys eða áfall, eitthvað eins og Hiroshima,“ sagði brasilíska leikskáldið NelsonRodrigues eitt sinn. „Okkar stórslys, okkar Hiroshima, var tapið gegn Úrúgvæ 1950.“ Rodrigues vísar þarna til taps brasilíska landsliðsins fyrir því úrúgvæska í úrslitaleik HM 1950 á Maracanã, hinum þá nýreista þjóðarleikvangi Brasilíu. Brasilía komst yfir með marki Friaça skömmu eftir leikhlé, en tvö mörk frá JuanSchiaffino og AlcidesGhiggia tryggðu Úrúgvæ óvæntan sigur. Tapið gegn Úrúgvæ – Maracanazo eins það er jafnan kallað – hafði djúpstæð áhrif á brasilísku þjóðarsálina og þrátt fyrir að hafa unnið HM fimm sinum síðan þá, auk annarra titla, er sárið frá 1950 ekki gróið. Brasilía þótti sigurstranglegasta liðið á HM á heimavelli og það voru allir búnir að bóka sigur liðsins. Og ekki að ástæðulausu, því það var svo sannarlega ástæða til bjartsýni. Búið var að semja sérstakt sigurlag, grafa nöfn leikmanna brasilísku leikmannanna á gullmedalíur, um milljón bolir með áletruninni „Heimsmeistarar“ höfðu verið seldir og fyrir leikinn hyllti borgarstjórinn í Ríó de Janeiro sína menn sem heimsmeistara. Brasilía tefldi fram frábæru liði sem hafði unnið S-Ameríkukeppnina árið áður, þar sem liðið skoraði 46 mörk í átta leikjum. Brasilía vann Mexíkó 4-0 í sínum fyrsta leik á HM, gerði síðan 2-2 jafntefli við Sviss og tryggði sér svo sæti í úrslitariðlinum með 2-0 sigri á Júgóslavíu. Þegar þangað var komið héldu liðinu engin bönd. Brasilía, með framherjatríóið frábæra, Zizinho, Jair og Ademir, tætti Svíþjóð og Spán í sig 7-1 og 6-1 og fátt virtist geta stöðvað liðið. En Úrúgvæjar voru engir byrjendur og það gleymist stundum hversu gott lið þeirra var. Markvörðurinn RoqueMáspoli, VíctorRodríguezAndrade (nafni hans og frændi hafði orðið heimsmeistari með Úrúgvæ 1930), framherjarnir Schiaffino og Ghiggia voru allir leikmenn í heimsklassa sem og fyrirliðinn með járnviljann, ObdulioVarela, sem barði kjark í sína menn fyrir úrslitaleikinn og lyfti JulesRimet-styttunni að honum loknum. Úrúgvæ græddi reyndar á fyrirkomulagi mótsins, en liðið þurfti aðeins að leika einn leik, gegn Bólivíu sem vannst 8-0, til að komast í úrslitariðilinn. HM 1950 var annars nokkuð sérstakt mót. Þetta var í fyrsta sinn í tólf ár og í fyrsta sinn eftir seinni heimsstyrjöldina sem HM fór fram og aðeins 13 lið tóku þátt, eftir að Frakkar og Indverjar drógu sig úr leik á síðustu stundu, en samkvæmt einhverjum heimildum neituðu Indverjar að taka vegna þess að þeir máttu ekki spila berfættir. Mörg sterk lið vantaði, ólíkra ástæðna vegna. Argentína var ekki með vegna ósættis við brasilíska knattspyrnusambandið, Austurríki tók ekki þátt og bar fyrir sig mikinn ferðakostnað, Þýskaland var í banni, Sovétríkin, Ungverjaland og Tékkóslóvakía neituðu að taka þátt og skoska knattspyrnusambandið neitaði að senda lið af því að Skotland vann ekki Home Championship (árleg keppni milli liðanna á Bretlandseyjum). England tók hins vegar þátt í fyrsta skipti og var í riðli með Spáni, Síle og Bandaríkjunum. Englendingar unnu Síle í fyrsta leik sínum, en töpuðu svo mjög óvænt fyrir Bandaríkjunum 1-0. Tap fyrir Spáni með sömu markatölu sendi Englendinga heim með skottið á milli lappanna, en Spán áfram í úrslitariðilinn. Ríkjandi heimsmeistarar Ítalíu voru einnig með, aðallega að nafninu til, en kjarninn úr liðinu hafði farist í Superga-flugslysinu árið áður. Ítalir töpuðu sínum fyrsta leik á HM gegn Ólympíumeisturum Svía og voru nánast úr leik eftir það. Sigur á Paragvæ breytti engu þar um. Svíar komust í úrslitariðilinn þar sem liðið tapaði fyrir bæði Brasilíu og Úrúgvæ, en þeir gulu og bláu tryggðu sér þriðja sætið með 3-1 sigri á Spáni. Svíar voru með mjög sterkt lið á mótinu, sem hefði þó verið enn sterkara ef sænska knattspyrnusambandið hefði leyft atvinnumönnum – sem flestir léku á Ítalíu, þar á meðal Gunnar Gren, Gunnar Nordahl og Niels Liedholm – að taka þátt.Glæsilegt fylgirit um HM 2014 fylgdi með Fréttablaðinu í dag, en þessi grein birtist fyrst þar.Stöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Ronaldo og Messi báðir á höttunum eftir gullstyttunni Ronaldo og Messi hafa báðir verið gagnrýndir fyrir að sýna ekki sömu takta með félagsliðum og landsliðum sínum. Það verður mikil pressa á báðum leikmönnum að leiða lið sín að gullstyttunni frægu. 12. júní 2014 12:30 Ýmsar nýjungar á HM í Brasilíu Boðið verður upp á ýmsar nýjungar á HM til að aðstoða dómara leiksins. Spurning er hvernig hinn almenni sófaáhugamaður tekur í breytingarnar sem draga úr vafamálum. 12. júní 2014 14:00 Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn Átján leikir í beinni og HM-messa með Gumma Ben á Stöð 2 Sport 2. 12. júní 2014 13:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
„Í sögu hverrar þjóðar er að finna meiriháttar stórslys eða áfall, eitthvað eins og Hiroshima,“ sagði brasilíska leikskáldið NelsonRodrigues eitt sinn. „Okkar stórslys, okkar Hiroshima, var tapið gegn Úrúgvæ 1950.“ Rodrigues vísar þarna til taps brasilíska landsliðsins fyrir því úrúgvæska í úrslitaleik HM 1950 á Maracanã, hinum þá nýreista þjóðarleikvangi Brasilíu. Brasilía komst yfir með marki Friaça skömmu eftir leikhlé, en tvö mörk frá JuanSchiaffino og AlcidesGhiggia tryggðu Úrúgvæ óvæntan sigur. Tapið gegn Úrúgvæ – Maracanazo eins það er jafnan kallað – hafði djúpstæð áhrif á brasilísku þjóðarsálina og þrátt fyrir að hafa unnið HM fimm sinum síðan þá, auk annarra titla, er sárið frá 1950 ekki gróið. Brasilía þótti sigurstranglegasta liðið á HM á heimavelli og það voru allir búnir að bóka sigur liðsins. Og ekki að ástæðulausu, því það var svo sannarlega ástæða til bjartsýni. Búið var að semja sérstakt sigurlag, grafa nöfn leikmanna brasilísku leikmannanna á gullmedalíur, um milljón bolir með áletruninni „Heimsmeistarar“ höfðu verið seldir og fyrir leikinn hyllti borgarstjórinn í Ríó de Janeiro sína menn sem heimsmeistara. Brasilía tefldi fram frábæru liði sem hafði unnið S-Ameríkukeppnina árið áður, þar sem liðið skoraði 46 mörk í átta leikjum. Brasilía vann Mexíkó 4-0 í sínum fyrsta leik á HM, gerði síðan 2-2 jafntefli við Sviss og tryggði sér svo sæti í úrslitariðlinum með 2-0 sigri á Júgóslavíu. Þegar þangað var komið héldu liðinu engin bönd. Brasilía, með framherjatríóið frábæra, Zizinho, Jair og Ademir, tætti Svíþjóð og Spán í sig 7-1 og 6-1 og fátt virtist geta stöðvað liðið. En Úrúgvæjar voru engir byrjendur og það gleymist stundum hversu gott lið þeirra var. Markvörðurinn RoqueMáspoli, VíctorRodríguezAndrade (nafni hans og frændi hafði orðið heimsmeistari með Úrúgvæ 1930), framherjarnir Schiaffino og Ghiggia voru allir leikmenn í heimsklassa sem og fyrirliðinn með járnviljann, ObdulioVarela, sem barði kjark í sína menn fyrir úrslitaleikinn og lyfti JulesRimet-styttunni að honum loknum. Úrúgvæ græddi reyndar á fyrirkomulagi mótsins, en liðið þurfti aðeins að leika einn leik, gegn Bólivíu sem vannst 8-0, til að komast í úrslitariðilinn. HM 1950 var annars nokkuð sérstakt mót. Þetta var í fyrsta sinn í tólf ár og í fyrsta sinn eftir seinni heimsstyrjöldina sem HM fór fram og aðeins 13 lið tóku þátt, eftir að Frakkar og Indverjar drógu sig úr leik á síðustu stundu, en samkvæmt einhverjum heimildum neituðu Indverjar að taka vegna þess að þeir máttu ekki spila berfættir. Mörg sterk lið vantaði, ólíkra ástæðna vegna. Argentína var ekki með vegna ósættis við brasilíska knattspyrnusambandið, Austurríki tók ekki þátt og bar fyrir sig mikinn ferðakostnað, Þýskaland var í banni, Sovétríkin, Ungverjaland og Tékkóslóvakía neituðu að taka þátt og skoska knattspyrnusambandið neitaði að senda lið af því að Skotland vann ekki Home Championship (árleg keppni milli liðanna á Bretlandseyjum). England tók hins vegar þátt í fyrsta skipti og var í riðli með Spáni, Síle og Bandaríkjunum. Englendingar unnu Síle í fyrsta leik sínum, en töpuðu svo mjög óvænt fyrir Bandaríkjunum 1-0. Tap fyrir Spáni með sömu markatölu sendi Englendinga heim með skottið á milli lappanna, en Spán áfram í úrslitariðilinn. Ríkjandi heimsmeistarar Ítalíu voru einnig með, aðallega að nafninu til, en kjarninn úr liðinu hafði farist í Superga-flugslysinu árið áður. Ítalir töpuðu sínum fyrsta leik á HM gegn Ólympíumeisturum Svía og voru nánast úr leik eftir það. Sigur á Paragvæ breytti engu þar um. Svíar komust í úrslitariðilinn þar sem liðið tapaði fyrir bæði Brasilíu og Úrúgvæ, en þeir gulu og bláu tryggðu sér þriðja sætið með 3-1 sigri á Spáni. Svíar voru með mjög sterkt lið á mótinu, sem hefði þó verið enn sterkara ef sænska knattspyrnusambandið hefði leyft atvinnumönnum – sem flestir léku á Ítalíu, þar á meðal Gunnar Gren, Gunnar Nordahl og Niels Liedholm – að taka þátt.Glæsilegt fylgirit um HM 2014 fylgdi með Fréttablaðinu í dag, en þessi grein birtist fyrst þar.Stöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Ronaldo og Messi báðir á höttunum eftir gullstyttunni Ronaldo og Messi hafa báðir verið gagnrýndir fyrir að sýna ekki sömu takta með félagsliðum og landsliðum sínum. Það verður mikil pressa á báðum leikmönnum að leiða lið sín að gullstyttunni frægu. 12. júní 2014 12:30 Ýmsar nýjungar á HM í Brasilíu Boðið verður upp á ýmsar nýjungar á HM til að aðstoða dómara leiksins. Spurning er hvernig hinn almenni sófaáhugamaður tekur í breytingarnar sem draga úr vafamálum. 12. júní 2014 14:00 Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn Átján leikir í beinni og HM-messa með Gumma Ben á Stöð 2 Sport 2. 12. júní 2014 13:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Ronaldo og Messi báðir á höttunum eftir gullstyttunni Ronaldo og Messi hafa báðir verið gagnrýndir fyrir að sýna ekki sömu takta með félagsliðum og landsliðum sínum. Það verður mikil pressa á báðum leikmönnum að leiða lið sín að gullstyttunni frægu. 12. júní 2014 12:30
Ýmsar nýjungar á HM í Brasilíu Boðið verður upp á ýmsar nýjungar á HM til að aðstoða dómara leiksins. Spurning er hvernig hinn almenni sófaáhugamaður tekur í breytingarnar sem draga úr vafamálum. 12. júní 2014 14:00
Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn Átján leikir í beinni og HM-messa með Gumma Ben á Stöð 2 Sport 2. 12. júní 2014 13:15