Almenningur forðar sér frá Mosul Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. júní 2014 07:00 Íbúar borgarinnar hafa margir hverjir haft sig á brott eftir atburði gærdagsins. Vísir/AP Núrí al Maliki, forsætisráðherra Íraks, lagði hart að þjóðþingi landsins að lýsa yfir neyðarástandi, sem gæfi honum aukin völd til að bregðast við innrás herskárra múslima í borgina Mosul. Uppreisnarmennirnir hafa náð þessari næst stærstu borg landsins að mestu á sitt vald. Þeir lögðu undir sig höfuðstöðvar héraðsstjórans í Niniveh, en Mosul er höfuðborg þessa héraðs í norðurhluta Íraks. Þeir hafa farið um borgina, vopnaðir byssum og veifandi svörtum fánum, og hröktu bæði hermenn og lögregluþjóna á brott. Margir íbúar borgarinnar forðuðu sér einnig hið snarasta. Íbúarnir sögðu innrásarmennina vera liðsmenn samtakanna Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, en þau samtök náðu fyrr á árinu á sitt vald annarri borg, Fallujah, sem er í suðvesturhluta landsins. Stjórnarhernum hefur enn ekki tekist að ná þeirri borg úr höndum þeirra. „Ástandið í borginni er algjör ringulreið og enginn hjálpar okkur,“ segir Umm Kamm, ríkisstarfsmaður í Mosul sem býr skammt frá höfuðstöðvum héraðsstjórans. Hún flúði borgina ásamt fjölskyldu sinni í gærmorgun: „Við erum hrædd. Það er engin lögregla eða her í Mosul.“ Árangur uppreisnarmanna er verulegt áfall fyrir stjórn al Malikis. Hann er nú í óða önn að reyna að mynda nýja stjórn eftir að hafa unnið sigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Sjálfur er Al Maliki sjía-múslimi og hefur einkum reitt sig á stuðning sjía-múslima á þingi, en súnní-múslimar og kúrdar hafa sakað hann um að einoka völdin. Sjálfstjórnarsvæði kúrda nær að hluta til inn í Niniveh-hérað, og hafa leiðtogar kúrda harðlega gagnrýnt stjórn al Malikis fyrir að hafa ekki viljað starfa með kúrdum að því að verja Mosul. Það hefði getað komið í veg fyrir innrásina. Samtökin hafa haft tengsl við Al Kaída og hafa tekið virkan þátt í átökum gegn stjórn Bashar al Assads forseta í nágrannalandinu Sýrlandi. Liðsmenn þeirra hafa staðið að mörgum verstu grimmdarverkum stríðsins og fengu fljótlega aðra uppreisnarmenn í Sýrlandi upp á móti sér. Leiðtogi samtakanna heitir Abu Bakr al Baghdadi einnig bakað sér óvild Al Kaída-samtakanna, sem vilja ekki lengur hafa þau innan sinna vébanda. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Núrí al Maliki, forsætisráðherra Íraks, lagði hart að þjóðþingi landsins að lýsa yfir neyðarástandi, sem gæfi honum aukin völd til að bregðast við innrás herskárra múslima í borgina Mosul. Uppreisnarmennirnir hafa náð þessari næst stærstu borg landsins að mestu á sitt vald. Þeir lögðu undir sig höfuðstöðvar héraðsstjórans í Niniveh, en Mosul er höfuðborg þessa héraðs í norðurhluta Íraks. Þeir hafa farið um borgina, vopnaðir byssum og veifandi svörtum fánum, og hröktu bæði hermenn og lögregluþjóna á brott. Margir íbúar borgarinnar forðuðu sér einnig hið snarasta. Íbúarnir sögðu innrásarmennina vera liðsmenn samtakanna Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, en þau samtök náðu fyrr á árinu á sitt vald annarri borg, Fallujah, sem er í suðvesturhluta landsins. Stjórnarhernum hefur enn ekki tekist að ná þeirri borg úr höndum þeirra. „Ástandið í borginni er algjör ringulreið og enginn hjálpar okkur,“ segir Umm Kamm, ríkisstarfsmaður í Mosul sem býr skammt frá höfuðstöðvum héraðsstjórans. Hún flúði borgina ásamt fjölskyldu sinni í gærmorgun: „Við erum hrædd. Það er engin lögregla eða her í Mosul.“ Árangur uppreisnarmanna er verulegt áfall fyrir stjórn al Malikis. Hann er nú í óða önn að reyna að mynda nýja stjórn eftir að hafa unnið sigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Sjálfur er Al Maliki sjía-múslimi og hefur einkum reitt sig á stuðning sjía-múslima á þingi, en súnní-múslimar og kúrdar hafa sakað hann um að einoka völdin. Sjálfstjórnarsvæði kúrda nær að hluta til inn í Niniveh-hérað, og hafa leiðtogar kúrda harðlega gagnrýnt stjórn al Malikis fyrir að hafa ekki viljað starfa með kúrdum að því að verja Mosul. Það hefði getað komið í veg fyrir innrásina. Samtökin hafa haft tengsl við Al Kaída og hafa tekið virkan þátt í átökum gegn stjórn Bashar al Assads forseta í nágrannalandinu Sýrlandi. Liðsmenn þeirra hafa staðið að mörgum verstu grimmdarverkum stríðsins og fengu fljótlega aðra uppreisnarmenn í Sýrlandi upp á móti sér. Leiðtogi samtakanna heitir Abu Bakr al Baghdadi einnig bakað sér óvild Al Kaída-samtakanna, sem vilja ekki lengur hafa þau innan sinna vébanda.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira