Almenningur forðar sér frá Mosul Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. júní 2014 07:00 Íbúar borgarinnar hafa margir hverjir haft sig á brott eftir atburði gærdagsins. Vísir/AP Núrí al Maliki, forsætisráðherra Íraks, lagði hart að þjóðþingi landsins að lýsa yfir neyðarástandi, sem gæfi honum aukin völd til að bregðast við innrás herskárra múslima í borgina Mosul. Uppreisnarmennirnir hafa náð þessari næst stærstu borg landsins að mestu á sitt vald. Þeir lögðu undir sig höfuðstöðvar héraðsstjórans í Niniveh, en Mosul er höfuðborg þessa héraðs í norðurhluta Íraks. Þeir hafa farið um borgina, vopnaðir byssum og veifandi svörtum fánum, og hröktu bæði hermenn og lögregluþjóna á brott. Margir íbúar borgarinnar forðuðu sér einnig hið snarasta. Íbúarnir sögðu innrásarmennina vera liðsmenn samtakanna Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, en þau samtök náðu fyrr á árinu á sitt vald annarri borg, Fallujah, sem er í suðvesturhluta landsins. Stjórnarhernum hefur enn ekki tekist að ná þeirri borg úr höndum þeirra. „Ástandið í borginni er algjör ringulreið og enginn hjálpar okkur,“ segir Umm Kamm, ríkisstarfsmaður í Mosul sem býr skammt frá höfuðstöðvum héraðsstjórans. Hún flúði borgina ásamt fjölskyldu sinni í gærmorgun: „Við erum hrædd. Það er engin lögregla eða her í Mosul.“ Árangur uppreisnarmanna er verulegt áfall fyrir stjórn al Malikis. Hann er nú í óða önn að reyna að mynda nýja stjórn eftir að hafa unnið sigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Sjálfur er Al Maliki sjía-múslimi og hefur einkum reitt sig á stuðning sjía-múslima á þingi, en súnní-múslimar og kúrdar hafa sakað hann um að einoka völdin. Sjálfstjórnarsvæði kúrda nær að hluta til inn í Niniveh-hérað, og hafa leiðtogar kúrda harðlega gagnrýnt stjórn al Malikis fyrir að hafa ekki viljað starfa með kúrdum að því að verja Mosul. Það hefði getað komið í veg fyrir innrásina. Samtökin hafa haft tengsl við Al Kaída og hafa tekið virkan þátt í átökum gegn stjórn Bashar al Assads forseta í nágrannalandinu Sýrlandi. Liðsmenn þeirra hafa staðið að mörgum verstu grimmdarverkum stríðsins og fengu fljótlega aðra uppreisnarmenn í Sýrlandi upp á móti sér. Leiðtogi samtakanna heitir Abu Bakr al Baghdadi einnig bakað sér óvild Al Kaída-samtakanna, sem vilja ekki lengur hafa þau innan sinna vébanda. Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Núrí al Maliki, forsætisráðherra Íraks, lagði hart að þjóðþingi landsins að lýsa yfir neyðarástandi, sem gæfi honum aukin völd til að bregðast við innrás herskárra múslima í borgina Mosul. Uppreisnarmennirnir hafa náð þessari næst stærstu borg landsins að mestu á sitt vald. Þeir lögðu undir sig höfuðstöðvar héraðsstjórans í Niniveh, en Mosul er höfuðborg þessa héraðs í norðurhluta Íraks. Þeir hafa farið um borgina, vopnaðir byssum og veifandi svörtum fánum, og hröktu bæði hermenn og lögregluþjóna á brott. Margir íbúar borgarinnar forðuðu sér einnig hið snarasta. Íbúarnir sögðu innrásarmennina vera liðsmenn samtakanna Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, en þau samtök náðu fyrr á árinu á sitt vald annarri borg, Fallujah, sem er í suðvesturhluta landsins. Stjórnarhernum hefur enn ekki tekist að ná þeirri borg úr höndum þeirra. „Ástandið í borginni er algjör ringulreið og enginn hjálpar okkur,“ segir Umm Kamm, ríkisstarfsmaður í Mosul sem býr skammt frá höfuðstöðvum héraðsstjórans. Hún flúði borgina ásamt fjölskyldu sinni í gærmorgun: „Við erum hrædd. Það er engin lögregla eða her í Mosul.“ Árangur uppreisnarmanna er verulegt áfall fyrir stjórn al Malikis. Hann er nú í óða önn að reyna að mynda nýja stjórn eftir að hafa unnið sigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Sjálfur er Al Maliki sjía-múslimi og hefur einkum reitt sig á stuðning sjía-múslima á þingi, en súnní-múslimar og kúrdar hafa sakað hann um að einoka völdin. Sjálfstjórnarsvæði kúrda nær að hluta til inn í Niniveh-hérað, og hafa leiðtogar kúrda harðlega gagnrýnt stjórn al Malikis fyrir að hafa ekki viljað starfa með kúrdum að því að verja Mosul. Það hefði getað komið í veg fyrir innrásina. Samtökin hafa haft tengsl við Al Kaída og hafa tekið virkan þátt í átökum gegn stjórn Bashar al Assads forseta í nágrannalandinu Sýrlandi. Liðsmenn þeirra hafa staðið að mörgum verstu grimmdarverkum stríðsins og fengu fljótlega aðra uppreisnarmenn í Sýrlandi upp á móti sér. Leiðtogi samtakanna heitir Abu Bakr al Baghdadi einnig bakað sér óvild Al Kaída-samtakanna, sem vilja ekki lengur hafa þau innan sinna vébanda.
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira