Erlent

Vændi stundað í leiguíbúðum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Glæpahringir senda vændiskonur á milli stórborga í Svíþjóð.
Glæpahringir senda vændiskonur á milli stórborga í Svíþjóð.
Eftir að sænska lögreglan upplýsti hótelstarfsmenn um hvernig uppgötva mætti vændisstarfsemi er orðið æ algengara að vændi sé stundað í íbúðum sem grunlausir Svíar leigja út þegar þeir fara sjálfir í frí.

Á fréttavef sænska ríkisútvarpsins er sagt frá Svía í Gautaborg sem leigði út íbúðina sína til tveggja stúlkna í viku. Þær kváðust vera að heimsækja kærasta annarrar þeirra sem starfaði í borginni. Leigusalann leitaði upplýsinga á netinu og komst að því að önnur stúlkan var skráð á vændissíðu.

Haft er eftir lögreglumanninum Simon Häggström að slíkt gerist æ oftar. Hann segir algengt að vændiskonur séu fluttar á milli staða, einkum milli stórborganna, og séu þær um það bil eina viku á hverjum stað. Nær undantekningarlaust sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða.

Häggström ráðleggur Svíum að biðja nágranna um að fylgjast með því hvort karlar komi oft í heimsókn í húsnæði sem er í útleigu. Þá sé ástæða til að gera íbúðareigandanum viðvart og jafnvel lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×