Erlent

Lásar reynast vandkvæðasamir

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Brúin er vinsæl meðal elskenda sem vilja innsigla ást sína hvort á öðru.
Brúin er vinsæl meðal elskenda sem vilja innsigla ást sína hvort á öðru. Vísir/AFP
Hluti handriðs á frægri brú í París hrundi í gær vegna lása sem elskendur hengja á það.

Göngubrúin, sem stendur við Pont des Arts, er þekkt fyrir það að pör koma þangað gjarnan til þess að hengja lása í brúarhandriðið, og henda svo lyklinum í ána Signu sem rennur undir hana. Á þetta að tákna ódauðleika ástar parsins.

Handriðsbúturinn datt inn á brúna, enda hönnuð á þann veg að handriðið geti ómögulega fallið í ána, þar sem skemmtibátar sigla títt hjá.

Brúnni var lokað og viðgerðir hófust samdægurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×