Erlent

Furðar sig á sambandi Bandaríkjanna og Palestínustjórnar

Benjamín Netanjahú hefur áhyggjur af ákvörðun Bandaríkjanna.
Benjamín Netanjahú hefur áhyggjur af ákvörðun Bandaríkjanna. Fréttablaðið/AP
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist hafa miklar áhyggjur af því að Bandaríkin hafi ákveðið að vera áfram í sambandi við Palestínustjórn.

Ísraelar slitu öllum tengslum við Palestínumenn eftir að tvær helstu fylkingar þeirra, Fatah og Hamas, kynntu sameiginlega ríkisstjórn sína á mánudag.

Ísraelar neita að ræða við Hamas-samtökin á þeim forsendum að þar séu hryðjuverkamenn á ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×