Líklegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf til að sýna samstöðu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2014 07:00 Alþjóðaflutningssambandið segir tilboð Icelandair til flugmanna vera hlægilegt, sérstaklega í ljósi hagnaðar félagsins. vísir/Anton Brink Alþjóðleg verkalýðsfélög ætla að standa með flugmönnum í kjaradeilu þeirra við Icelandair. Starfsmaður Alþjóðaflutningasambandsins (ITF) segir að verði sett lög á deiluna sé hugsanlegt að starfsmenn sem þjónusta vélar Icelandair erlendis leggi niður störf. Bæði Norræna og Alþjóðlega flutningasambandið hafa tilkynnt Icelandair og Samtökum atvinnulífsins bréflega að þau muni standa við bakið á íslenskum flugmönnum, auk þess sem utanríkisráðuneytið fékk afrit af bréfunum. Í bréfi ITF segir að launahækkunin sem flugmönnum sé boðin sé hlægileg, sérstaklega í ljósi þess að methagnaður hafi verið hjá Icelandair á síðustu fjórum árum. Einnig að sterk hefð sé fyrir samstöðu á milli félaganna og muni ITF styðja íslenska flugmenn. Jónas Garðarsson, starfsmaður ITF á Íslandi, segir að nokkrar aðferðir séu við að sýna slíka samstöðu. Ef lög verði sett á verkfallsaðgerðir flugmanna sé vel hugsanlegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf.Jónas Garðarsson, starfsmaður Alþjóðaflutningssambandsins á íslandi, segir hugsanlegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf til að sýna flugmönnum samstöðu.„Þá eru töskurnar ekki sóttar og farþegar fá ekki farangur sinn, eldsneyti er ekki afgreitt á vélarnar eða vélarnar ekki þrifnar,“ segir Jónas. „Það eru fordæmi fyrir þessu erlendis en ekki hér á Íslandi svo ég muni.“ Samstaðan er einnig sýnd í verki með því að aðildarfélög borga í verkfallssjóðinn. „Við höfum stutt erlend félög með þeim hætti og þau styðja okkur líka. Þetta er mjög sterkur félagsskapur og gífurleg samstaða í svona málum.“ Í flutningasambandinu er að finna félög sjómanna, vörubílsstjóra, hafnarverkamanna og í raun allra stétta sem koma að flutningum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Hún hefur sagt að ekki sé rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar ekki lagasetningu. Tengdar fréttir Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53 Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð Samtök atvinnulífsins hefur ítrekað við flugmenn að virða verkfallslög. 14. maí 2014 00:01 Ekkert samkomulag í sjónmáli í flugmannadeilu Ekkert samkomulag er í sjónmáli í kjaradeilu flugmanna og Icelandair þrátt fyrir stíf fundarhöld í gær. Örlítil seinkun varð áætlunarflugi Icelandair í morgun en ekki stendur til að fella niður nein flug í dag. 13. maí 2014 12:59 Flugmenn gagnrýna yfirstjórn Icelandair "Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“ 13. maí 2014 14:54 Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00 Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Alþjóðleg verkalýðsfélög ætla að standa með flugmönnum í kjaradeilu þeirra við Icelandair. Starfsmaður Alþjóðaflutningasambandsins (ITF) segir að verði sett lög á deiluna sé hugsanlegt að starfsmenn sem þjónusta vélar Icelandair erlendis leggi niður störf. Bæði Norræna og Alþjóðlega flutningasambandið hafa tilkynnt Icelandair og Samtökum atvinnulífsins bréflega að þau muni standa við bakið á íslenskum flugmönnum, auk þess sem utanríkisráðuneytið fékk afrit af bréfunum. Í bréfi ITF segir að launahækkunin sem flugmönnum sé boðin sé hlægileg, sérstaklega í ljósi þess að methagnaður hafi verið hjá Icelandair á síðustu fjórum árum. Einnig að sterk hefð sé fyrir samstöðu á milli félaganna og muni ITF styðja íslenska flugmenn. Jónas Garðarsson, starfsmaður ITF á Íslandi, segir að nokkrar aðferðir séu við að sýna slíka samstöðu. Ef lög verði sett á verkfallsaðgerðir flugmanna sé vel hugsanlegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf.Jónas Garðarsson, starfsmaður Alþjóðaflutningssambandsins á íslandi, segir hugsanlegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf til að sýna flugmönnum samstöðu.„Þá eru töskurnar ekki sóttar og farþegar fá ekki farangur sinn, eldsneyti er ekki afgreitt á vélarnar eða vélarnar ekki þrifnar,“ segir Jónas. „Það eru fordæmi fyrir þessu erlendis en ekki hér á Íslandi svo ég muni.“ Samstaðan er einnig sýnd í verki með því að aðildarfélög borga í verkfallssjóðinn. „Við höfum stutt erlend félög með þeim hætti og þau styðja okkur líka. Þetta er mjög sterkur félagsskapur og gífurleg samstaða í svona málum.“ Í flutningasambandinu er að finna félög sjómanna, vörubílsstjóra, hafnarverkamanna og í raun allra stétta sem koma að flutningum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Hún hefur sagt að ekki sé rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar ekki lagasetningu.
Tengdar fréttir Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53 Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð Samtök atvinnulífsins hefur ítrekað við flugmenn að virða verkfallslög. 14. maí 2014 00:01 Ekkert samkomulag í sjónmáli í flugmannadeilu Ekkert samkomulag er í sjónmáli í kjaradeilu flugmanna og Icelandair þrátt fyrir stíf fundarhöld í gær. Örlítil seinkun varð áætlunarflugi Icelandair í morgun en ekki stendur til að fella niður nein flug í dag. 13. maí 2014 12:59 Flugmenn gagnrýna yfirstjórn Icelandair "Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“ 13. maí 2014 14:54 Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00 Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53
Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð Samtök atvinnulífsins hefur ítrekað við flugmenn að virða verkfallslög. 14. maí 2014 00:01
Ekkert samkomulag í sjónmáli í flugmannadeilu Ekkert samkomulag er í sjónmáli í kjaradeilu flugmanna og Icelandair þrátt fyrir stíf fundarhöld í gær. Örlítil seinkun varð áætlunarflugi Icelandair í morgun en ekki stendur til að fella niður nein flug í dag. 13. maí 2014 12:59
Flugmenn gagnrýna yfirstjórn Icelandair "Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“ 13. maí 2014 14:54
Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00
Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00