Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. maí 2014 07:00 Herskár aðkilnaðarsinni á bandi Rússa ræðir við lögreglumenn í miðjum átökum við byggingar svæðisstjórnarinnar í Dónetsk í Úkraínu í gær. Til átaka kom eftir fjölmenna kröfugöngu í borginni. Fréttablaðið/AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína eigi að kalla herlið burt úr austur- og suðurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn hafa tekið yfir byggingar. Nokkrum stundum síðar lýsti bráðabirgðaforseti Úkraínu því yfir í gær að herskylda yrði áfram við lýði í landinu vegna þess hve óeirðir hafi aukist. Þrátt fyrir að Úkraína hafi í fyrra kynnt fyrirætlanir um að láta af herskyldu sagði Ólexander Túrtsjínov, bráðabirgðaforseti Úkraínu, í tilskipun sinni að í ljósi „hættunnar á að þrengt væri að yfirráðarétti Úkraínu yfir héröðum sínum og afskiptum Rússa af innri málefnum Úkraínu,“ þyrfti nauðsynlega að endurnýja ákvæði um herskyldu í landinu. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt framgöngu öryggissveita Úkraínu og árangurslitlar aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn færi fram með ofbeldi í garð borgara. Í símtali Pútíns og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær sagði Pútín að brotthvarf herafla úr suður- og austurhluta Úkraínu væri „aðalmálið“, en óljóst þótti hvort túlka bæri þau orð sem afdráttarlausa kröfu. Ekki kom fram í tilskipun Túrtsjínovs hvar nákvæmlega í landinu eða hvernig herkvaddur liðsafli kynni að verða nýttur. Fyrr í vikunni lét hann hafa eftir sér að lögregla og öryggissveitir hafi mátt sín lítils gegn uppreisnarhópum á svæðum Dónetsk og Lúhansk, þar sem óeirðirnar hafa verið langmestar. Þá sagði hann að leggja ætti áherslu á að koma í veg fyrir að uppreisnin næði til annarra hluta landsins.NATO flokkar Rússa sem andstæðinga Eftir tveggja áratuga viðleitni til að efla samstarf við Rússland hefur Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) fundið sig knúið til að koma fram við Moskvustjórn sem andstæðing. „Ljóst er að Rússar hafa flokkað NATO sem andstæðing þannig að við þurfum að hverfa frá því að líta á Rússland sem félaga og líta fremur á það sem andstæðing,“ segir Alexander Vershbow, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO. Í spurningatíma með blaðamönnum sagði Vershbow að innlimun Krímskaga í Rússland og afskipti Rússa og þátttaka í óeirðum í austurhluta Úkraínu hafi leitt til grundvallarbreytinga á samskiptum NATO og Rússlands. Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína eigi að kalla herlið burt úr austur- og suðurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn hafa tekið yfir byggingar. Nokkrum stundum síðar lýsti bráðabirgðaforseti Úkraínu því yfir í gær að herskylda yrði áfram við lýði í landinu vegna þess hve óeirðir hafi aukist. Þrátt fyrir að Úkraína hafi í fyrra kynnt fyrirætlanir um að láta af herskyldu sagði Ólexander Túrtsjínov, bráðabirgðaforseti Úkraínu, í tilskipun sinni að í ljósi „hættunnar á að þrengt væri að yfirráðarétti Úkraínu yfir héröðum sínum og afskiptum Rússa af innri málefnum Úkraínu,“ þyrfti nauðsynlega að endurnýja ákvæði um herskyldu í landinu. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt framgöngu öryggissveita Úkraínu og árangurslitlar aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn færi fram með ofbeldi í garð borgara. Í símtali Pútíns og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær sagði Pútín að brotthvarf herafla úr suður- og austurhluta Úkraínu væri „aðalmálið“, en óljóst þótti hvort túlka bæri þau orð sem afdráttarlausa kröfu. Ekki kom fram í tilskipun Túrtsjínovs hvar nákvæmlega í landinu eða hvernig herkvaddur liðsafli kynni að verða nýttur. Fyrr í vikunni lét hann hafa eftir sér að lögregla og öryggissveitir hafi mátt sín lítils gegn uppreisnarhópum á svæðum Dónetsk og Lúhansk, þar sem óeirðirnar hafa verið langmestar. Þá sagði hann að leggja ætti áherslu á að koma í veg fyrir að uppreisnin næði til annarra hluta landsins.NATO flokkar Rússa sem andstæðinga Eftir tveggja áratuga viðleitni til að efla samstarf við Rússland hefur Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) fundið sig knúið til að koma fram við Moskvustjórn sem andstæðing. „Ljóst er að Rússar hafa flokkað NATO sem andstæðing þannig að við þurfum að hverfa frá því að líta á Rússland sem félaga og líta fremur á það sem andstæðing,“ segir Alexander Vershbow, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO. Í spurningatíma með blaðamönnum sagði Vershbow að innlimun Krímskaga í Rússland og afskipti Rússa og þátttaka í óeirðum í austurhluta Úkraínu hafi leitt til grundvallarbreytinga á samskiptum NATO og Rússlands.
Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira