Harðorður í garð Rússa Freyr Bjarnason skrifar 5. mars 2014 07:00 John Kerry ásamt bráðabirgðaforsetanum Olexander Túrtsjínov og forsætisráðherranum Arsení Jatsenjúk í Kænugarði í gær. Mynd/AP John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í opinberri heimsókn sinni til Kænugarðs í gær að Rússar hefðu skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af ástandinu í Úkraínu. Hann sagði hegðunina óásættanlega hjá stórveldi og G8-ríki eins og Rússlandi. „Engin sönnunargögn styðja röksemdafærslur þeirra,“ sagði Kerry. „Rússar hafa lagt mikið á sig til að búa til ástæðu til að ráðast enn lengra inn [í Úkraínu].“ Kerry sagði þjóð sína standa með Úkraínumönnum og hótaði því að Bandaríkjamenn muni grípa til refsiaðgerða ef Rússar draga ekki herlið sitt til baka frá Krímskaga. Talið er að eignafrysting komi þar til greina, auk þess sem Bandaríkin íhuga að sniðganga fund átta helstu iðnríkja heims, sem á að halda í Sotsjí í Rússlandi í júní. Kerry heimsótti einnig Líkneski hinna föllnu í Kænugarði, minnisvarða um þá rúmlega áttatíu mótmælendur sem féllu í síðasta mánuði. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði að menn hafi „sterka trú“ á því að með aðgerðum sínum í Úkraínu hafi Rússar brotið alþjóðleg lög. „Pútín forseti virðist hafa í sínum röðum mismunandi lögfræðinga sem búa til mismunandi túlkanir en ég held að hann sé ekki að gabba neinn,“ sagði Obama. Hann bætti því við að hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu gæti orðið til þess að fæla þjóðir frá Rússlandi. Hann telur jafnframt að Úkraína gæti bæði orðið vinaþjóð Vesturlanda og Rússlands á sama tíma. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sakaði Vesturlönd um að hafa stutt „uppreisn sem bryti gegn stjórnarskránni“ í Úkraínu. Hann bætti við að Rússland áskilji sér rétt til að beita hervaldi til að vernda þá Rússa sem búa í Úkraínu en vonast til að þess gerist ekki þörf. Þetta voru fyrstu ummæli forsetans síðan fráfarandi forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, hrökklaðist úr embætti þegar mótmælin náðu hápunkti. Pútín lítur enn á Janúkovítsj sem forseta landsins, þó að bráðabirgðaforsetinn Olexander Túrtsjínov, sem nýtur stuðnings mótmælenda, hafi tekið við embættinu. Pútín sagði vestræn ríki ýta undir stjórnleysi í Úkraínu með því að lýsa yfir stuðningi við mótmælendur og varaði við því að ef Vesturlönd gripu til refsiaðgerða myndu þau fá það í bakið. „Við ætlum ekki að berjast við úkraínsku þjóðina,“ sagði Pútín. Bætti hann við að flutningur 150 þúsund manna herliðs að landamærum Úkraínu hafi verið fyrirfram ákveðinn og tengdist ekkert núverandi ástandi í landinu. Í gær fyrirskipaði hann að herliðið sneri aftur til bækistöðva sinna í Rússlandi. Við það hækkuðu hlutabréf í heiminum á nýjan leik eftir að þau höfðu tekið stóra dýfu vegna ástandsins á Krímskaga. Rússneskir hermenn, sem höfðu lagt Belbek-loftvarnastöðina á Krímskaga undir sig, skutu viðvörunarskotum út í loftið þegar um þrjú hundruð úkraínskir hermenn, sem áður stjórnuðu stöðinni, kröfðust þess að fá störf sín aftur. Í gærkvöldi skaut rússneski herinn á loft langdrægri tilraunaeldflaug frá tilraunasvæði sínu Kapustin Yar, skammt frá Kaspíahafi. Bandaríkjamenn voru látnir vita af flauginni, eins og alþjóðasamningar kveða á um. Bandaríkin ætla að veita Úkraínu, sem er afar illa stödd fjárhagslega, eins milljarðs dala fjárhagsaðstoð vegna orkumála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er einnig að undirbúa fjárhagsaðstoð sem er hugsuð sem langtímalausn. Fjármálaráðherra Úkraínu telur að landið þurfi á 35 milljörðum dala að halda til að komast í gegnum þetta ár. Á sama tíma hafa Rússar dregið til baka afsláttinn sem þeir höfðu gefið Úkraínumönnum á gasverði. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í opinberri heimsókn sinni til Kænugarðs í gær að Rússar hefðu skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af ástandinu í Úkraínu. Hann sagði hegðunina óásættanlega hjá stórveldi og G8-ríki eins og Rússlandi. „Engin sönnunargögn styðja röksemdafærslur þeirra,“ sagði Kerry. „Rússar hafa lagt mikið á sig til að búa til ástæðu til að ráðast enn lengra inn [í Úkraínu].“ Kerry sagði þjóð sína standa með Úkraínumönnum og hótaði því að Bandaríkjamenn muni grípa til refsiaðgerða ef Rússar draga ekki herlið sitt til baka frá Krímskaga. Talið er að eignafrysting komi þar til greina, auk þess sem Bandaríkin íhuga að sniðganga fund átta helstu iðnríkja heims, sem á að halda í Sotsjí í Rússlandi í júní. Kerry heimsótti einnig Líkneski hinna föllnu í Kænugarði, minnisvarða um þá rúmlega áttatíu mótmælendur sem féllu í síðasta mánuði. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði að menn hafi „sterka trú“ á því að með aðgerðum sínum í Úkraínu hafi Rússar brotið alþjóðleg lög. „Pútín forseti virðist hafa í sínum röðum mismunandi lögfræðinga sem búa til mismunandi túlkanir en ég held að hann sé ekki að gabba neinn,“ sagði Obama. Hann bætti því við að hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu gæti orðið til þess að fæla þjóðir frá Rússlandi. Hann telur jafnframt að Úkraína gæti bæði orðið vinaþjóð Vesturlanda og Rússlands á sama tíma. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sakaði Vesturlönd um að hafa stutt „uppreisn sem bryti gegn stjórnarskránni“ í Úkraínu. Hann bætti við að Rússland áskilji sér rétt til að beita hervaldi til að vernda þá Rússa sem búa í Úkraínu en vonast til að þess gerist ekki þörf. Þetta voru fyrstu ummæli forsetans síðan fráfarandi forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, hrökklaðist úr embætti þegar mótmælin náðu hápunkti. Pútín lítur enn á Janúkovítsj sem forseta landsins, þó að bráðabirgðaforsetinn Olexander Túrtsjínov, sem nýtur stuðnings mótmælenda, hafi tekið við embættinu. Pútín sagði vestræn ríki ýta undir stjórnleysi í Úkraínu með því að lýsa yfir stuðningi við mótmælendur og varaði við því að ef Vesturlönd gripu til refsiaðgerða myndu þau fá það í bakið. „Við ætlum ekki að berjast við úkraínsku þjóðina,“ sagði Pútín. Bætti hann við að flutningur 150 þúsund manna herliðs að landamærum Úkraínu hafi verið fyrirfram ákveðinn og tengdist ekkert núverandi ástandi í landinu. Í gær fyrirskipaði hann að herliðið sneri aftur til bækistöðva sinna í Rússlandi. Við það hækkuðu hlutabréf í heiminum á nýjan leik eftir að þau höfðu tekið stóra dýfu vegna ástandsins á Krímskaga. Rússneskir hermenn, sem höfðu lagt Belbek-loftvarnastöðina á Krímskaga undir sig, skutu viðvörunarskotum út í loftið þegar um þrjú hundruð úkraínskir hermenn, sem áður stjórnuðu stöðinni, kröfðust þess að fá störf sín aftur. Í gærkvöldi skaut rússneski herinn á loft langdrægri tilraunaeldflaug frá tilraunasvæði sínu Kapustin Yar, skammt frá Kaspíahafi. Bandaríkjamenn voru látnir vita af flauginni, eins og alþjóðasamningar kveða á um. Bandaríkin ætla að veita Úkraínu, sem er afar illa stödd fjárhagslega, eins milljarðs dala fjárhagsaðstoð vegna orkumála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er einnig að undirbúa fjárhagsaðstoð sem er hugsuð sem langtímalausn. Fjármálaráðherra Úkraínu telur að landið þurfi á 35 milljörðum dala að halda til að komast í gegnum þetta ár. Á sama tíma hafa Rússar dregið til baka afsláttinn sem þeir höfðu gefið Úkraínumönnum á gasverði.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira