Erlent

Sprengju kastað á mótmælendur

Freyr Bjarnason skrifar
Taílenskur hermaður tekur ljósmyndir á staðnum þar sem sprengjan sprakk.
Taílenskur hermaður tekur ljósmyndir á staðnum þar sem sprengjan sprakk. vísir/AP
Að minnsta kosti tveir fórust þegar sprengja sprakk innan um hóp mótmælenda í verslunarhverfi í Bangkok, höfuðborg Taílands, í gær.

Talið er að handsprengju hafi verið varpað á hópinn. Fertug kona og tólf ára drengur létust.

Að minnsta kosti átján hafa látið lífið og hundruð særst síðan mikil mótmæli hófust í Taílandi fyrir um þremur mánuðum. Þar af lést fimm ára stúlka á laugardaginn og tugir særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×