Erlent

Níræður Mugabe neitar að hætta

Freyr Bjarnason skrifar
Robert Mugabe steytti hnefann í afmælisræðu sinni í gær.
Robert Mugabe steytti hnefann í afmælisræðu sinni í gær. vísir/AP
Robert Mugabe, forseti Simbabve, fagnaði níræðisafmæli sínu í gær. Hann sagðist ekki tilbúinn til að setjast í helgan stein.

„Af hverju ætti að ræða slíkt þegar tíminn til þess er ekki runninn upp?,“ sagði Mugabe. „Ég er enn hérna en þegar rétta stundin kemur mun ég hætta. Ég vil ekki yfirgefa flokkinn minn þegar hann er sundraður.“

Mugabe sagðist við hestaheilsu en leit samt ekki út fyrir að vera það í sjónvarpsviðtali. Afmæli forsetans var á föstudag en haldið var upp á það í gær á fimmtíu þúsund manna leikvangi í borginni Marondera.

Talið er að hátíðarhöldin hafi kostað um 113 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×