Erlent

21 hermaður drepinn í Afganistan

Freyr Bjarnason skrifar
Afganskur hermaður að störfum. Alls var 21 hermaður drepinn í gærmorgun.
Afganskur hermaður að störfum. Alls var 21 hermaður drepinn í gærmorgun. vísir/AP
Hundruð vígamanna úr röðum talibana réðust til atlögu á bækistöðvar afganska hersins í austurhluta Afganistan í gærmorgun.

Þar drápu þeir 21 hermann og særðu þrjá til viðbótar. Þetta er stærsta árásin á afganska herinn í að minnsta kosti eitt ár.

Að sögn hershöfðingjans Mohammad Zahir Azimi, fóru hundruð erlendra og afganskra vígamanna yfir afgönsku landamærin og gerðu árásina í Kunar-héraði. Tveir talibanar fórust og tveir særðust í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×