Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu FBJ og JHH skrifar 23. september 2014 07:00 Sigríður Friðjónsdóttir mun mæta á fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag. fréttablaðið/anton Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fagnar fréttum af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra, ætli að láta skoða hvort rétt sé staðið að símhlerunum við rannsókn sakamála. „Og þá ekki síst hvort regluverkið sem um þetta fjallar er í lagi og svo auðvitað framkvæmdin líka. Og þar skiptir máli að mínu mati að Lögmannafélag Íslands hefur óskað eftir fundi með ríkissaksóknara, til þess að ræða framkvæmd símahlustunar og eftir atvikum hvernig farið er með upplýsingar sem þannig fást, frá því í apríl á síðasta ári en án árangurs þrátt fyrir ítrekanir,“ segir Jónas Þór. Formaður lögmannafélagsins segir því mjög brýnt að þessi mál verði skoðuð nánar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari mun mæta fyrir fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag. Tilefni fundarins er umræða sem hefur farið af stað um hleranir. „Þetta er á málefnasviði allsherjar- og menntamálanefndar og þar sem friðhelgi einkalífsins er varin í stjórnarskránni þá ber að passa sig þegar við setjum reglur um það líkt og við gerum þegar við heimilum þessar rannsóknir,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar. Nefndin vilji því fullvissa sig um að farið sé að reglum. Auk ríkissaksóknara mun Reimar Pétursson mæta fyrir hönd Lögmannafélags Íslands. Þá mun Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, mæta með skrifstofustjórunum Bryndísi Helgadóttur og Þórunni J. Hafstein. „Við höfum litið svo á að regluverkið eins og það er sé nægilega traust. Og þess vegna hefur okkur komið á óvart að það séu einhverjar efasemdir um það hvað megi gera í þessu, hvað sé heimilt að gera í þessum efnum og svo það að framkvæmdin virðist vera ótraust. En fyrst þetta er staðan þá auðvitað bara fögnum við því að það sé skoðað hvort það sé ástæða til að treysta regluverkinu,“ segir Jónas Þór. Að sögn Jónasar Þórs lítur félagið svo á að þetta mál snúist um trúnaðarsambandið sem er á milli lögmanns og umbjóðanda hans. „Það nýtur verndar samkvæmt lögum og ef það er brotið gegn þessu trúnaðarsambandi þá felur það í sér brot á rétti skjólstæðings lögmanns. En það kann svo að vera að það sé athugunarefni líka hvort að það hafi verið með einhverjum hætti gengið á rétt lögmanna sjálfra eftir atvikum til friðhelgi eða í öðru efni,“ segir Jónas Þór. Alþingi Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fagnar fréttum af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra, ætli að láta skoða hvort rétt sé staðið að símhlerunum við rannsókn sakamála. „Og þá ekki síst hvort regluverkið sem um þetta fjallar er í lagi og svo auðvitað framkvæmdin líka. Og þar skiptir máli að mínu mati að Lögmannafélag Íslands hefur óskað eftir fundi með ríkissaksóknara, til þess að ræða framkvæmd símahlustunar og eftir atvikum hvernig farið er með upplýsingar sem þannig fást, frá því í apríl á síðasta ári en án árangurs þrátt fyrir ítrekanir,“ segir Jónas Þór. Formaður lögmannafélagsins segir því mjög brýnt að þessi mál verði skoðuð nánar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari mun mæta fyrir fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag. Tilefni fundarins er umræða sem hefur farið af stað um hleranir. „Þetta er á málefnasviði allsherjar- og menntamálanefndar og þar sem friðhelgi einkalífsins er varin í stjórnarskránni þá ber að passa sig þegar við setjum reglur um það líkt og við gerum þegar við heimilum þessar rannsóknir,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar. Nefndin vilji því fullvissa sig um að farið sé að reglum. Auk ríkissaksóknara mun Reimar Pétursson mæta fyrir hönd Lögmannafélags Íslands. Þá mun Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, mæta með skrifstofustjórunum Bryndísi Helgadóttur og Þórunni J. Hafstein. „Við höfum litið svo á að regluverkið eins og það er sé nægilega traust. Og þess vegna hefur okkur komið á óvart að það séu einhverjar efasemdir um það hvað megi gera í þessu, hvað sé heimilt að gera í þessum efnum og svo það að framkvæmdin virðist vera ótraust. En fyrst þetta er staðan þá auðvitað bara fögnum við því að það sé skoðað hvort það sé ástæða til að treysta regluverkinu,“ segir Jónas Þór. Að sögn Jónasar Þórs lítur félagið svo á að þetta mál snúist um trúnaðarsambandið sem er á milli lögmanns og umbjóðanda hans. „Það nýtur verndar samkvæmt lögum og ef það er brotið gegn þessu trúnaðarsambandi þá felur það í sér brot á rétti skjólstæðings lögmanns. En það kann svo að vera að það sé athugunarefni líka hvort að það hafi verið með einhverjum hætti gengið á rétt lögmanna sjálfra eftir atvikum til friðhelgi eða í öðru efni,“ segir Jónas Þór.
Alþingi Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira