Krakkarnir sendir á mölina í Kópavogi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. maí 2014 07:00 Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki, sést hér í gær í góðum hópi krakka sem æfa með Breiðabliki. Vísir/Daníel Ástandið á grasvöllum Kópavogsbæjar er svo slæmt að yngri flokkar Breiðabliks fá ekki að aðgang að þeim fyrr en í fyrsta lagi í júlí. Þetta segir Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki. Blikar hafa haft aðgang að sex heilum knattspyrnuvöllum á Sala-, Fífuhvamms- og Smárahvammsvelli en Daði segir að þeir séu ónothæfir vegna mikilla kalskemmda. „Þangað til verðum við í Fífunni, á gervigrasinu í Fagralundi og malarvellinum í Vallargerði.“ Daði segir að síðast hafi verið æft og spilað á mölinni í Vallargerði árið 2005. „Völlurinn hefur verið notaður sem markageymsla síðustu ár en verður nú slóðadreginn og búinn undir notkun.“ Hann segir marga með nostalgíuglampa í augunum enda margir sem minnast þess að hafa æft knattspyrnu á möl í æsku. Það hefur hins vegar verið fáheyrt undanfarin ár.Vísir/Daníel Þurfa fleiri gervigrasvelli „Persónulega finnst mér þetta afturför og sýnir að við þurfum að fá fleiri gervigrasvelli hér á landi,“ segir Daði en gervigrasvæðing hefur verið afar umdeilt málefni meðal knattspyrnuáhugamanna hér á landi. Margir eru þeirra skoðunar að knattspyrna skuli spiluð á náttúrulegu grasi. „Afstaðan gagnvart gervigrasinu verður að mildast og hún hefur verið að gera það. Flestir í Breiðabliki gera sér grein fyrir því að þetta er framtíðin enda nýtingin margföld. Grasið síðasta sumar nýttist bara í einn til tvo mánuði á mörgum stöðum og ekki er ástandið betra nú,“ segir Daði og bætir við að samkvæmt fyrstu drögum að æfingaáætlun geri hann ráð fyrir að allflestir yngri flokkar æfi minnst einu sinni í viku í Vallargerði í júní.Vísir/Daníel Taka þátt í fimmta hverjum leik Knattspyrnudeild Breiðabliks er gríðarlega fjölmenn en Daði hefur fengið þær upplýsingar frá KSÍ að Breiðablik spili á bilinu 1.000-1.200 leiki ár hvert. Það sé um tuttugu prósent allra leikja sem KSÍ stendur fyrir. „Breiðablik býr við mjög góða aðstöðu og því er einkennilegt að þurfa að kvarta undan aðstöðuleysi. En þetta er sá veruleiki sem við búum við.“ Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að félagið eigi í vandræðum. „Við erum með stærstu knattspyrnudeild landsins og með gríðarlegan fjölda iðkenda í yngri flokkum. Vallarsvæðin koma mjög illa undan vetri og við vitum ekki hvar við eigum að æfa. Sú hugmynd kom upp að fara á mölina og sá möguleiki stendur til boða,“ segir Eysteinn. „Bæjaryfirvöld og þeir sem standa að íþróttamálum þurfa að átta sig á umfangi knattspyrnudeildarinnar og þeim vandræðum sem hún stendur nú frammi fyrir,“ bætir hann við.Vísir/DaníelVísir/Daníel Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hamfarir á íþróttavöllum Kópavogs Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi, segist aldrei hafa séð grasvelli bæjarins koma jafn illa undan vetrinum og nú á þeim fjórtán árum sem hann hefur gegnt starfinu. 8. maí 2014 07:15 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Ástandið á grasvöllum Kópavogsbæjar er svo slæmt að yngri flokkar Breiðabliks fá ekki að aðgang að þeim fyrr en í fyrsta lagi í júlí. Þetta segir Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki. Blikar hafa haft aðgang að sex heilum knattspyrnuvöllum á Sala-, Fífuhvamms- og Smárahvammsvelli en Daði segir að þeir séu ónothæfir vegna mikilla kalskemmda. „Þangað til verðum við í Fífunni, á gervigrasinu í Fagralundi og malarvellinum í Vallargerði.“ Daði segir að síðast hafi verið æft og spilað á mölinni í Vallargerði árið 2005. „Völlurinn hefur verið notaður sem markageymsla síðustu ár en verður nú slóðadreginn og búinn undir notkun.“ Hann segir marga með nostalgíuglampa í augunum enda margir sem minnast þess að hafa æft knattspyrnu á möl í æsku. Það hefur hins vegar verið fáheyrt undanfarin ár.Vísir/Daníel Þurfa fleiri gervigrasvelli „Persónulega finnst mér þetta afturför og sýnir að við þurfum að fá fleiri gervigrasvelli hér á landi,“ segir Daði en gervigrasvæðing hefur verið afar umdeilt málefni meðal knattspyrnuáhugamanna hér á landi. Margir eru þeirra skoðunar að knattspyrna skuli spiluð á náttúrulegu grasi. „Afstaðan gagnvart gervigrasinu verður að mildast og hún hefur verið að gera það. Flestir í Breiðabliki gera sér grein fyrir því að þetta er framtíðin enda nýtingin margföld. Grasið síðasta sumar nýttist bara í einn til tvo mánuði á mörgum stöðum og ekki er ástandið betra nú,“ segir Daði og bætir við að samkvæmt fyrstu drögum að æfingaáætlun geri hann ráð fyrir að allflestir yngri flokkar æfi minnst einu sinni í viku í Vallargerði í júní.Vísir/Daníel Taka þátt í fimmta hverjum leik Knattspyrnudeild Breiðabliks er gríðarlega fjölmenn en Daði hefur fengið þær upplýsingar frá KSÍ að Breiðablik spili á bilinu 1.000-1.200 leiki ár hvert. Það sé um tuttugu prósent allra leikja sem KSÍ stendur fyrir. „Breiðablik býr við mjög góða aðstöðu og því er einkennilegt að þurfa að kvarta undan aðstöðuleysi. En þetta er sá veruleiki sem við búum við.“ Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að félagið eigi í vandræðum. „Við erum með stærstu knattspyrnudeild landsins og með gríðarlegan fjölda iðkenda í yngri flokkum. Vallarsvæðin koma mjög illa undan vetri og við vitum ekki hvar við eigum að æfa. Sú hugmynd kom upp að fara á mölina og sá möguleiki stendur til boða,“ segir Eysteinn. „Bæjaryfirvöld og þeir sem standa að íþróttamálum þurfa að átta sig á umfangi knattspyrnudeildarinnar og þeim vandræðum sem hún stendur nú frammi fyrir,“ bætir hann við.Vísir/DaníelVísir/Daníel
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hamfarir á íþróttavöllum Kópavogs Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi, segist aldrei hafa séð grasvelli bæjarins koma jafn illa undan vetrinum og nú á þeim fjórtán árum sem hann hefur gegnt starfinu. 8. maí 2014 07:15 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Hamfarir á íþróttavöllum Kópavogs Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi, segist aldrei hafa séð grasvelli bæjarins koma jafn illa undan vetrinum og nú á þeim fjórtán árum sem hann hefur gegnt starfinu. 8. maí 2014 07:15