Enski boltinn

Pochettino: Satt að við erum hugrakkir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenhm, var að vonum ánægður með 2-1 sigur sinna manna á Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson, fyrrum leikmaður Tottenham, mætti þá sínu gamla liði en varð að sætta sig við tap að þessu sinni.

„Þetta var erfiður leikur vegna þess að Swansea er með mjög gott lið. Þeir létu okkur hafa fyrir hlutunum í síðari hálfleik en við vörðumst vel og vorum alltaf á lífi í leiknum.“

„Sigurinn er mikilvægur fyrir okkur. Það er satt að við erum hugrakkir og við leitumst eftir því að vinna þrjú stig, hvort sem er á White Hart Lane eða á útivelli.“

„Harry Kane skoraði aftur. Hann er enn ungur en efnilegur og þarf tíma til að halda áfram að bæta sig.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×