Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar 11. nóvember 2014 08:38 Viðar Örn Kjartansson hefur sankað að sér verðlaunum og viðurkenningum fyrir frammistöðuna á nýliðnu tímabili með Vålerenga í Noregi en þar varð hann langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk - tíu meira en næsti maður á eftir. Viðar var einnig valinn sóknarmaður ársins í deildinni auk þess sem að hann var valinn leikmaður ársins hjá Nettavisen og í liði ársins hjá Verdens Gang, þar sem hann var einnig framherji ársins. „Ég tek þetta verkefni með landsliðinu núna, tek svo frí og svo veit ég ekki neitt. Ég verð þó klár í æfingar í janúar með Vålerenga,“ sagði Viðar sem hefur verið orðaður við mörg lið eftir að hann byrjaði að raða inn mörkunum fyrir lið sitt. „Ef það gengur vel hjá manni þá kemur þessi umræða upp. Ég hef einbeitt mér að því að spila vel fyrir Vålerenga og öll tilboð verða síðan skoðuð,“ segir hann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að tímabilið í Noregi hafi gengið vonum framar. „Það gekk miklu betur en ég þorði að vona. Markmiðið fyrir tímabilið var að skora tíu mörk og verða með bestu framherjum deildarinnar. En ég verð að byggja ofan á þessu og verða enn betri á næsta ári.“ „Ég bætti mig mikið í sumar. Ég er með góða þjálfara og að spila með góðum leikmönnum. Maður hefur meiri tíma til að æfa og það telur auðvitað allt saman.“ Viðar segist auðvitað vilja spila í sterkari deild. „Það er bara undir öðrum komið en mér en ég vonast auðvitað til að fá tækifæri til þess sem fyrst.“ Hann var einnig vinsæll utan vallar og var fenginn til að sitja fyrir í auglýsingum fyrir heita potta. „Þeir seljast eins og heitar lummur. Mamma á einmitt von á einum til Íslands frá mér,“ sagði hann í léttum dúr. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag. 31. október 2014 13:15 Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram. 10. nóvember 2014 08:34 Viðar Örn auglýsir heita potta í Noregi Gaman að geta glatt móður sína með heitum potti. 20. september 2014 08:00 Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi Sóknarmaðurinn slær í gegn með Creed-ábreiðu. 3. nóvember 2014 10:35 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson hefur sankað að sér verðlaunum og viðurkenningum fyrir frammistöðuna á nýliðnu tímabili með Vålerenga í Noregi en þar varð hann langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk - tíu meira en næsti maður á eftir. Viðar var einnig valinn sóknarmaður ársins í deildinni auk þess sem að hann var valinn leikmaður ársins hjá Nettavisen og í liði ársins hjá Verdens Gang, þar sem hann var einnig framherji ársins. „Ég tek þetta verkefni með landsliðinu núna, tek svo frí og svo veit ég ekki neitt. Ég verð þó klár í æfingar í janúar með Vålerenga,“ sagði Viðar sem hefur verið orðaður við mörg lið eftir að hann byrjaði að raða inn mörkunum fyrir lið sitt. „Ef það gengur vel hjá manni þá kemur þessi umræða upp. Ég hef einbeitt mér að því að spila vel fyrir Vålerenga og öll tilboð verða síðan skoðuð,“ segir hann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að tímabilið í Noregi hafi gengið vonum framar. „Það gekk miklu betur en ég þorði að vona. Markmiðið fyrir tímabilið var að skora tíu mörk og verða með bestu framherjum deildarinnar. En ég verð að byggja ofan á þessu og verða enn betri á næsta ári.“ „Ég bætti mig mikið í sumar. Ég er með góða þjálfara og að spila með góðum leikmönnum. Maður hefur meiri tíma til að æfa og það telur auðvitað allt saman.“ Viðar segist auðvitað vilja spila í sterkari deild. „Það er bara undir öðrum komið en mér en ég vonast auðvitað til að fá tækifæri til þess sem fyrst.“ Hann var einnig vinsæll utan vallar og var fenginn til að sitja fyrir í auglýsingum fyrir heita potta. „Þeir seljast eins og heitar lummur. Mamma á einmitt von á einum til Íslands frá mér,“ sagði hann í léttum dúr.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag. 31. október 2014 13:15 Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram. 10. nóvember 2014 08:34 Viðar Örn auglýsir heita potta í Noregi Gaman að geta glatt móður sína með heitum potti. 20. september 2014 08:00 Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi Sóknarmaðurinn slær í gegn með Creed-ábreiðu. 3. nóvember 2014 10:35 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag. 31. október 2014 13:15
Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram. 10. nóvember 2014 08:34
Viðar Örn auglýsir heita potta í Noregi Gaman að geta glatt móður sína með heitum potti. 20. september 2014 08:00
Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi Sóknarmaðurinn slær í gegn með Creed-ábreiðu. 3. nóvember 2014 10:35
Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00