Fótbolti

Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Viðar Örn Kjartansson er kallaður syngjandi senterinn í Noregi.
Viðar Örn Kjartansson er kallaður syngjandi senterinn í Noregi. mynd/heimasíða vålerenga
Viðar Örn Kjartansson er ekki lengur bara knattspyrnumaður heldur tónlistarmaður.

Þessi langmarkahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar hefur nú gefið út lag í samvinnu við tónlistarpródúsentinn og útgefandann DavidEriksen.

Lagið er ábreiða af My Sacrice með Creed og má kaupa það fyrir 12 norskar krónur eða 218 íslenskar krónur á iTunes.

Viðar Örn gefur út lagið til styrktar Vålerenga sem er í fjárhagsvandræðum eins og fleiri knattspyrnufélög í Noregi. Allur hagnaður rennur beint til Óslóarfélagsins.

„Creed er frábær hljómsveit. Ég held að þetta sé allt í lagi hjá mér. Ég hlustaði á þetta nokkrum sinnum og þetta er í lagi,“ segir Viðar Örn um lagið á heimasíðu Vålerenga.

„Lagið hentar röddinni minni. Ég er með frekar dimma rödd. Dýpri en þegar ég var yngri,“ bætir hann við.

Viðar Örn er markahæstur í norsku úrvalsdeildinni með 25 mörk, en tvær umferðir eru eftir af deildinni.


Tengdar fréttir

Viðar og Ronaldo í baráttunni um gullskó Evrópu

Viðar Örn Kjartansson og Cristiano Ronaldo eru báðir meðal þriggja hæstu á listanum yfir markahæstu leikmenn Evrópu á tímabilinu 2014-15 en sigurvegarinn hlýtur að launum Gullskó Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×