Totti: Hef enn margt fram að færa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2014 15:45 Totti hefur spilað með Roma í rúma tvo áratugi. Vísir/Getty Fransesco Totti, fyrirliði Roma, er spenntur fyrir því að spila í Meistaradeild Evrópu á ný, en ítalska liðið mætir CSKA Moskvu á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. Rúm þrjú ár eru síðan Roma lék síðast í Meistaradeildinni, en það var gegn Shakhtar Donetsk 8. mars 2011. Sá leikur fór ekki vel fyrir Totti og félaga sem máttu þola 3-0 tap fyrir úkraínska liðinu. Totti, sem verður 38 ára þarnæsta laugardag, segir að hann geti enn komið að gagni þrátt fyrir aldurinn. „Ég hef enn trú á sjálfum mér og er ánægður með það sem ég hef gert og er enn að gera,“ sagði Totti á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn CSKA Moskvu. „Mér finnst ég enn hafa margt fram að færa og ég verð sá fyrsti til að stíga til hliðar ef mér finnst ég ekki vera nógu góður fyrir liðið. En það er ánægjulegt fyrir mig og allan hópinn að vera kominn aftur í Meistaradeildina. Þetta eru leikirnir sem Roma á að vera að spila á hverju ári.“ Rómverjar voru ekki heppnir með riðil, en auk þeirra og CSKA Moskvu eru Þýskalandsmeistarar Bayern München og Englandsmeistarar Manchester City í riðlinum. Þrátt fyrir þennan erfiða riðil segir Totti að Roma eigi góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppnina. „Við viljum komast eins langt og mögulegt er,“ sagði fyrirliðinn. „Við lentum í erfiðum riðli, en ég er ánægður með það. Við eigum möguleika gegn hvaða liði sem er. Ég vona að Roma komist lengra en undir stjórn Luciano Spalletti.“ Umræddur Spalletti kom Roma í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilin 2006-07 og 2007-08, en Manchester United sló ítalska liðið úr keppni í bæði skiptin. Roma tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeildinni með því að lenda í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Rómverjar hafa unnið báða leiki sína í deildinni heima fyrir til þessa.Totti bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma.Vísir/Getty Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Fransesco Totti, fyrirliði Roma, er spenntur fyrir því að spila í Meistaradeild Evrópu á ný, en ítalska liðið mætir CSKA Moskvu á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. Rúm þrjú ár eru síðan Roma lék síðast í Meistaradeildinni, en það var gegn Shakhtar Donetsk 8. mars 2011. Sá leikur fór ekki vel fyrir Totti og félaga sem máttu þola 3-0 tap fyrir úkraínska liðinu. Totti, sem verður 38 ára þarnæsta laugardag, segir að hann geti enn komið að gagni þrátt fyrir aldurinn. „Ég hef enn trú á sjálfum mér og er ánægður með það sem ég hef gert og er enn að gera,“ sagði Totti á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn CSKA Moskvu. „Mér finnst ég enn hafa margt fram að færa og ég verð sá fyrsti til að stíga til hliðar ef mér finnst ég ekki vera nógu góður fyrir liðið. En það er ánægjulegt fyrir mig og allan hópinn að vera kominn aftur í Meistaradeildina. Þetta eru leikirnir sem Roma á að vera að spila á hverju ári.“ Rómverjar voru ekki heppnir með riðil, en auk þeirra og CSKA Moskvu eru Þýskalandsmeistarar Bayern München og Englandsmeistarar Manchester City í riðlinum. Þrátt fyrir þennan erfiða riðil segir Totti að Roma eigi góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppnina. „Við viljum komast eins langt og mögulegt er,“ sagði fyrirliðinn. „Við lentum í erfiðum riðli, en ég er ánægður með það. Við eigum möguleika gegn hvaða liði sem er. Ég vona að Roma komist lengra en undir stjórn Luciano Spalletti.“ Umræddur Spalletti kom Roma í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilin 2006-07 og 2007-08, en Manchester United sló ítalska liðið úr keppni í bæði skiptin. Roma tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeildinni með því að lenda í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Rómverjar hafa unnið báða leiki sína í deildinni heima fyrir til þessa.Totti bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma.Vísir/Getty
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira