Totti: Hef enn margt fram að færa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2014 15:45 Totti hefur spilað með Roma í rúma tvo áratugi. Vísir/Getty Fransesco Totti, fyrirliði Roma, er spenntur fyrir því að spila í Meistaradeild Evrópu á ný, en ítalska liðið mætir CSKA Moskvu á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. Rúm þrjú ár eru síðan Roma lék síðast í Meistaradeildinni, en það var gegn Shakhtar Donetsk 8. mars 2011. Sá leikur fór ekki vel fyrir Totti og félaga sem máttu þola 3-0 tap fyrir úkraínska liðinu. Totti, sem verður 38 ára þarnæsta laugardag, segir að hann geti enn komið að gagni þrátt fyrir aldurinn. „Ég hef enn trú á sjálfum mér og er ánægður með það sem ég hef gert og er enn að gera,“ sagði Totti á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn CSKA Moskvu. „Mér finnst ég enn hafa margt fram að færa og ég verð sá fyrsti til að stíga til hliðar ef mér finnst ég ekki vera nógu góður fyrir liðið. En það er ánægjulegt fyrir mig og allan hópinn að vera kominn aftur í Meistaradeildina. Þetta eru leikirnir sem Roma á að vera að spila á hverju ári.“ Rómverjar voru ekki heppnir með riðil, en auk þeirra og CSKA Moskvu eru Þýskalandsmeistarar Bayern München og Englandsmeistarar Manchester City í riðlinum. Þrátt fyrir þennan erfiða riðil segir Totti að Roma eigi góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppnina. „Við viljum komast eins langt og mögulegt er,“ sagði fyrirliðinn. „Við lentum í erfiðum riðli, en ég er ánægður með það. Við eigum möguleika gegn hvaða liði sem er. Ég vona að Roma komist lengra en undir stjórn Luciano Spalletti.“ Umræddur Spalletti kom Roma í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilin 2006-07 og 2007-08, en Manchester United sló ítalska liðið úr keppni í bæði skiptin. Roma tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeildinni með því að lenda í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Rómverjar hafa unnið báða leiki sína í deildinni heima fyrir til þessa.Totti bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma.Vísir/Getty Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Fransesco Totti, fyrirliði Roma, er spenntur fyrir því að spila í Meistaradeild Evrópu á ný, en ítalska liðið mætir CSKA Moskvu á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. Rúm þrjú ár eru síðan Roma lék síðast í Meistaradeildinni, en það var gegn Shakhtar Donetsk 8. mars 2011. Sá leikur fór ekki vel fyrir Totti og félaga sem máttu þola 3-0 tap fyrir úkraínska liðinu. Totti, sem verður 38 ára þarnæsta laugardag, segir að hann geti enn komið að gagni þrátt fyrir aldurinn. „Ég hef enn trú á sjálfum mér og er ánægður með það sem ég hef gert og er enn að gera,“ sagði Totti á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn CSKA Moskvu. „Mér finnst ég enn hafa margt fram að færa og ég verð sá fyrsti til að stíga til hliðar ef mér finnst ég ekki vera nógu góður fyrir liðið. En það er ánægjulegt fyrir mig og allan hópinn að vera kominn aftur í Meistaradeildina. Þetta eru leikirnir sem Roma á að vera að spila á hverju ári.“ Rómverjar voru ekki heppnir með riðil, en auk þeirra og CSKA Moskvu eru Þýskalandsmeistarar Bayern München og Englandsmeistarar Manchester City í riðlinum. Þrátt fyrir þennan erfiða riðil segir Totti að Roma eigi góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppnina. „Við viljum komast eins langt og mögulegt er,“ sagði fyrirliðinn. „Við lentum í erfiðum riðli, en ég er ánægður með það. Við eigum möguleika gegn hvaða liði sem er. Ég vona að Roma komist lengra en undir stjórn Luciano Spalletti.“ Umræddur Spalletti kom Roma í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilin 2006-07 og 2007-08, en Manchester United sló ítalska liðið úr keppni í bæði skiptin. Roma tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeildinni með því að lenda í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Rómverjar hafa unnið báða leiki sína í deildinni heima fyrir til þessa.Totti bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma.Vísir/Getty
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira