Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. júní 2014 14:21 Hér er Steingrímur að hella kínversku hrísgrjónavíni í glas. „Ég veit ekki hvort þið trúið því, en þetta er forsætisráðherra Íslands,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannsson í sundskýlu. Adleman hefur fjallað um leiðtogafundinn í Höfða að undanförnu, í síðasta mánuði kom út bók eftir hann sem ber titilinn Reagan at Reykjavik og segir frá mikilvægi leiðtogafundarins í Höfða. „Íslendingar voru engan veginn tilbúnir fyrir þessa innrás blaðamanna. Þó að fundurinn hafi átt að vera lítill í sniðum komu 3217 blaðamenn til landsins. Forsætisráðherra landsins hafði enga hugmynd um hverju hann myndi lenda í,“ segir Adleman í fyrirlestri sínum með bros á vör. Hann segir svo frá því þegar erlendir blaðamenn báðu Steingrím um að veita sér viðtal. „Þeir spurðu hann hvenær hann ætti lausan tíma og hann svaraði: „Þegar þið eigið lausan tíma““. Adleman segir svo frá því að fréttamaðurinn Tom Brokaw hafi beðið Steingrím um viðtal þegar hann væri í sundi og Steingrímur varð við þeirri bón. „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ bætir hann við hlæjandi. „Þetta er skrýtin mynd frá mjög skrýtinni helgi.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni var Steingrímur Hermannsson ekki feiminn við að láta mynda sig klæddan sundskýlu. Þessa mynd tók Gunnar V. Andrésson ljósmyndari þegar Þorrinn var blótaður á síðustu öld. Þarna er Steingrímur að hella kínversku hrísgrjónavíni í glas. Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þið trúið því, en þetta er forsætisráðherra Íslands,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannsson í sundskýlu. Adleman hefur fjallað um leiðtogafundinn í Höfða að undanförnu, í síðasta mánuði kom út bók eftir hann sem ber titilinn Reagan at Reykjavik og segir frá mikilvægi leiðtogafundarins í Höfða. „Íslendingar voru engan veginn tilbúnir fyrir þessa innrás blaðamanna. Þó að fundurinn hafi átt að vera lítill í sniðum komu 3217 blaðamenn til landsins. Forsætisráðherra landsins hafði enga hugmynd um hverju hann myndi lenda í,“ segir Adleman í fyrirlestri sínum með bros á vör. Hann segir svo frá því þegar erlendir blaðamenn báðu Steingrím um að veita sér viðtal. „Þeir spurðu hann hvenær hann ætti lausan tíma og hann svaraði: „Þegar þið eigið lausan tíma““. Adleman segir svo frá því að fréttamaðurinn Tom Brokaw hafi beðið Steingrím um viðtal þegar hann væri í sundi og Steingrímur varð við þeirri bón. „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ bætir hann við hlæjandi. „Þetta er skrýtin mynd frá mjög skrýtinni helgi.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni var Steingrímur Hermannsson ekki feiminn við að láta mynda sig klæddan sundskýlu. Þessa mynd tók Gunnar V. Andrésson ljósmyndari þegar Þorrinn var blótaður á síðustu öld. Þarna er Steingrímur að hella kínversku hrísgrjónavíni í glas.
Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18
Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30