Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2014 21:13 Fréttakona NBC, Andrea Mitchell, ræðir við höfund bókarinnar, Ken Adelman, á MSNBC. Bókin „Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist.Bókin hefur vakið mikla athygli vestanhafs.Bókin, sem út kom í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, er að fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs þessa dagana. Þannig var hin kunna fréttakona NBC, Andrea Mitchell, með bókarhöfundinn, Ken Adelman, í 5 mínútna sjónvarpsviðtali í gær, föstudag. Af viðtalinu má álykta að ráðgjöfum Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta var vel kunnugt um það orð sem fór af Höfða að þar væri draugagangur. Fundur sem í fyrstu virtist gjörsamlega hafa misheppnast reyndist síðar hafa lagt grunninn að kjarnorkuvopnasáttmála sem breytti gangi sögunnar, sagði Andrea Mitchell, þegar hún kynnti viðmælanda sinn. Viðtalið má sjá hér. Ken Adelman segir að þeir Ronald Reagan og Michael Gorbatsjof hafi ræðst við í tíu og hálfa klukkustund í Höfða og lýsti fundinum þannig, í lauslegri endursögn: Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.Gorbatsjof og Reagan ræddu saman í tíu og hálfa klukkustund í Höfða dagana 11. og 12. október árið 1986.Hvíta húsiðKen Adelman sagði að lokum að þessar 48 stundir í Reykjavík hafi markað upphafið að lokum kalda stríðsins og það sem kom út úr fundinum hafi leitt til hruns Sovétríkjanna og síðan loka kalda stríðsins. Adelman var einn af ráðgjöfum Reagans á fundinum og byggir bók sína meðal annars á bæði bandarískum og rússneskum trúnaðargögnum um samtöl þeirra Reagans og Gorbatsjofs, sem nýbúið er að létta leynd af. Tengdar fréttir Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni? 27. september 2012 14:00 Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag. 14. maí 2014 09:15 Tökum á „Reykjavik“ frestað Kvikmynd um sögulegan leiðtogafund fer í tökur á næsta ári. 5. apríl 2013 16:28 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Bókin „Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist.Bókin hefur vakið mikla athygli vestanhafs.Bókin, sem út kom í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, er að fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs þessa dagana. Þannig var hin kunna fréttakona NBC, Andrea Mitchell, með bókarhöfundinn, Ken Adelman, í 5 mínútna sjónvarpsviðtali í gær, föstudag. Af viðtalinu má álykta að ráðgjöfum Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta var vel kunnugt um það orð sem fór af Höfða að þar væri draugagangur. Fundur sem í fyrstu virtist gjörsamlega hafa misheppnast reyndist síðar hafa lagt grunninn að kjarnorkuvopnasáttmála sem breytti gangi sögunnar, sagði Andrea Mitchell, þegar hún kynnti viðmælanda sinn. Viðtalið má sjá hér. Ken Adelman segir að þeir Ronald Reagan og Michael Gorbatsjof hafi ræðst við í tíu og hálfa klukkustund í Höfða og lýsti fundinum þannig, í lauslegri endursögn: Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.Gorbatsjof og Reagan ræddu saman í tíu og hálfa klukkustund í Höfða dagana 11. og 12. október árið 1986.Hvíta húsiðKen Adelman sagði að lokum að þessar 48 stundir í Reykjavík hafi markað upphafið að lokum kalda stríðsins og það sem kom út úr fundinum hafi leitt til hruns Sovétríkjanna og síðan loka kalda stríðsins. Adelman var einn af ráðgjöfum Reagans á fundinum og byggir bók sína meðal annars á bæði bandarískum og rússneskum trúnaðargögnum um samtöl þeirra Reagans og Gorbatsjofs, sem nýbúið er að létta leynd af.
Tengdar fréttir Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni? 27. september 2012 14:00 Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag. 14. maí 2014 09:15 Tökum á „Reykjavik“ frestað Kvikmynd um sögulegan leiðtogafund fer í tökur á næsta ári. 5. apríl 2013 16:28 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30
Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni? 27. september 2012 14:00
Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag. 14. maí 2014 09:15
Tökum á „Reykjavik“ frestað Kvikmynd um sögulegan leiðtogafund fer í tökur á næsta ári. 5. apríl 2013 16:28