Erlent

Fimm létust í sjálfsmorðsárás í Afganistan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Árásir talíbana í Afganistan hafa færst í aukana síðustu misserin.
Árásir talíbana í Afganistan hafa færst í aukana síðustu misserin. Vísir/Getty
Að minnsta kosti fimm Afganar létust og um 30 slösuðust í sjálfsmorðsárás sem gerð var í morgun í Kabúl.

Árásinni var beint að ökutæki breska sendiráðsins í Afganistan og eru sendiráðsstarfsmenn á meðal hinna slösuðu.Talið er að árásarmaðurinn hafi verið á mótorhjóli þegar hann sprengdi sig í loft upp.

Talíbanar lýstu því yfir að þeir hafi staðið á bak við árásina. Árásir þeirra hafa færst í aukana á síðustu misserum. Fyrir þremur dögum létust tveir bandarískir hermenn í annarri árás, sem einnig var í Kabúl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×