Líkt og sjá má á myndinni að ofan, sem tekin var um tíuleytið af jólatrénu við gatnamót Miklubrautar og Reykjanesbrautar við Elliðaárnar, er tréð farið að halla verulega. Reiknað er með því að vindurinn geti enn aukist í kvöld og ekki víst að tréð standi áfram án aðstoðar.
Óslóartréð, sem tendra átti í dag en var frestað um viku vegna veðurs, finnur líka fyrir vindinum á Austurvelli. Stjarnan er fokin af toppnum og hangir í miðju trénu eins og sést á myndinni hér að neðan.
Á vefmyndavél Mílu má fylgjast með veðrinu á Austurvelli.
