Að minnsta kosti fjórir létu lífið og 54 slösuðust þegar jarðskjálfti upp á 5,9 stig reið yfir suðvesturhluta Kína í gær. Um 25 þúsund hús eyðilögðust í skjálftanum og þúsundir þurftu að flýja heimili sín.
Jörð skalf einnig í Japan nokkrum klukkustundum síðar þegar jarðskjálfti upp á 6,7 stig reið yfir. Að minnsta kosti 39 slösuðust í skjálftanum.
Tugir slösuðust í jarðskjálftum í Asíu
Höskuldur Kári Schram skrifar
