Réttarhöldin sögð vera skrípaleikur Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. júní 2014 09:02 Fréttamennirnir Mohammed Fahmy, Peter Greste og Baher Mohammed í búri sakborninga. Vísir/AFP Þrír fréttamenn frá fréttastöðinni Al Jazeera voru í gær dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir tengsl við hryðjuverkastarfsemi í Egyptalandi. Þeim var gefið að sök að hafa stutt Bræðralag múslima og flutt falsaðar fréttir af mótmælum í landinu á síðasta ári. Réttarhöldin hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að vera tilraun til að koma höggi á fréttastöðina, sem egypsk stjórnvöld hafa ítrekað sakað um hlutdrægni. Mannréttindasamtökin Amnesty International kalla réttarhöldin skrípaleik og segja saksóknurum ekki hafa tekist að koma með eina einustu staðreynd máli sínu til sönnunar. Fréttamennirnir þrír virtust furðu lostnir þegar dómurinn var kveðinn upp. Ættingjar þeirra í réttarsalnum komu vart upp orði. „Þeir munu fá að greiða fyrir þetta,“ sagði Mohamed Fahmy, einn fréttamannanna þriggja. „Sá einhver minnstu sannanir gegn þeim?“ spurði móðir hans, Wafa Bassiúni.„Hvern drap hann?“ Fahmy er egypsk-kanadískur, en hinir tveir eru Peter Greste frá Ástralíu og Baher Mohammed frá Egyptalandi. „Við erum furðu lostin, algerlega furðu lostin vegna þessa dóms,“ sagði Julia Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, við blaðamenn í Canberra. „Með þessum dómi er ekki beinlínis verið að senda heiminum þau skilaboð að Egyptalandi sé að takast að breytast í lýðræðisríki.“ John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði á sunnudag reynt að fá egypska ráðamenn til þess að virða reglur lýðræðis og réttarríkis. Hann sagði að Abdel Fattah el Sissi forseti hefði sýnt mikinn áhuga á að taka réttarkerfið til endurskoðunar. El Sissi hefur verið valdamesti maður Egyptalands frá því hann steypti Mohammed Morsi, lýðræðislega kjörnum forseta landsins, af stóli á síðasta ári. Bandaríkin eru raunar nýbúin að samþykkja að veita Egyptum 572 milljónir dala í hernaðaraðstoð. Bandaríkin hafa einnig lofað að útvega Egyptum tíu herþyrlur af Apache-gerð. Þessi hernaðaraðstoð kemur til viðbótar 200 milljónum dala í efnahagsaðstoð frá Bandaríkjunum. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Þrír fréttamenn frá fréttastöðinni Al Jazeera voru í gær dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir tengsl við hryðjuverkastarfsemi í Egyptalandi. Þeim var gefið að sök að hafa stutt Bræðralag múslima og flutt falsaðar fréttir af mótmælum í landinu á síðasta ári. Réttarhöldin hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að vera tilraun til að koma höggi á fréttastöðina, sem egypsk stjórnvöld hafa ítrekað sakað um hlutdrægni. Mannréttindasamtökin Amnesty International kalla réttarhöldin skrípaleik og segja saksóknurum ekki hafa tekist að koma með eina einustu staðreynd máli sínu til sönnunar. Fréttamennirnir þrír virtust furðu lostnir þegar dómurinn var kveðinn upp. Ættingjar þeirra í réttarsalnum komu vart upp orði. „Þeir munu fá að greiða fyrir þetta,“ sagði Mohamed Fahmy, einn fréttamannanna þriggja. „Sá einhver minnstu sannanir gegn þeim?“ spurði móðir hans, Wafa Bassiúni.„Hvern drap hann?“ Fahmy er egypsk-kanadískur, en hinir tveir eru Peter Greste frá Ástralíu og Baher Mohammed frá Egyptalandi. „Við erum furðu lostin, algerlega furðu lostin vegna þessa dóms,“ sagði Julia Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, við blaðamenn í Canberra. „Með þessum dómi er ekki beinlínis verið að senda heiminum þau skilaboð að Egyptalandi sé að takast að breytast í lýðræðisríki.“ John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði á sunnudag reynt að fá egypska ráðamenn til þess að virða reglur lýðræðis og réttarríkis. Hann sagði að Abdel Fattah el Sissi forseti hefði sýnt mikinn áhuga á að taka réttarkerfið til endurskoðunar. El Sissi hefur verið valdamesti maður Egyptalands frá því hann steypti Mohammed Morsi, lýðræðislega kjörnum forseta landsins, af stóli á síðasta ári. Bandaríkin eru raunar nýbúin að samþykkja að veita Egyptum 572 milljónir dala í hernaðaraðstoð. Bandaríkin hafa einnig lofað að útvega Egyptum tíu herþyrlur af Apache-gerð. Þessi hernaðaraðstoð kemur til viðbótar 200 milljónum dala í efnahagsaðstoð frá Bandaríkjunum.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira