Erlent

Á fimmta tug fluga felld niður í Frankfurt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Vísir/Anton/AFP
Mannhaf er á flugvellinum í Frankfurt og komast farþegar hvorki lönd né strönd. Starfsmenn í öryggisgæslu hafa lagt niður störf í verkfallsaðgerðum. 41 flugi hefur verið fresta að því er Deutsche Welle greinir frá.

„Fluginu sem átti að fara frá Frankfurt til Íslands síðdegis í dag hefur verið seinkað um sólarhring,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

„Fólk hefur ekki komist í gegnum öryggisgæsluna í dag.“

Flugvöllurinn er sá þriðji stærsti í álfunni en farþegar geta ekki innritað sig á vellinum. Guðjón segir að reynt verði að aðstoða fólk eins og hægt sé. Fólk geti hins vegar ekki innritað sig og fyrir vikið hafi flugfélagið fá tól og tæki til að aðstoða farþega sína.

Flugvélin flaug utan frá Íslandi í morgun. Guðjón segir þá farþega sem flugu utan í morgun ekki hafa orðið fyrir ónæði vegna verkfallsaðgerðanna. Reikna má með að stærstur hluti farþeganna í vélinni sem frestað var sé útlendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×