Farsóttir herja á milljónir barna Freyr Bjarnason skrifar 10. mars 2014 07:00 Eitt fjölmargra barna sem hafa þurft aðhlynningu á Sýrlandi síðan borgarastyrjöldin braust út fyrir þremur árum. Nordicphotos/Getty Heilbrigðisstarfsfólk í Sýrlandi hefur þurft að taka þátt í óhefðbundnum og sársaukafullum lækningaraðferðum vegna þess hve laskað heilbrigðiskerfið er orðið í landinu. Farsóttir herja einnig á milljónir barna sem eru óvarin gegn margskonar lífshættulegum sjúkdómum. Þetta kemur fram í nýrri, svartri skýrslu samtakanna Barnaheilla – Save the Children þar sem fjallað er um áhrif borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi undanfarin þrjú ár á heilsu barna. Skýrslan varpar ljósi á hrun heilbrigðiskerfisins í landinu og afleiðingum þess. Börn deyja ekki einungis af sárum sínum vegna átakanna, heldur einnig vegna sjúkdóma sem áður hefði verið hægt að meðhöndla eða koma í veg fyrir, að því er kemur fram í tilkynningu frá Barnaheillum. „Börn innan Sýrlands búa við grófar og frumstæðar aðstæður. Að finna lækni með nauðsynleg tæki og lyf fyrir viðeigandi meðferð er nánast óhugsandi. Þær örvæntingafullu aðferðir sem heilbrigðisstarfsfólk neyðist til að grípa til, til að halda lífi í börnum eru sífellt skelfilegri,“ segir Roger Hearn, svæðisstjóri Save the Children. Helstu áhyggjur í heilbrigðisgeiranum snúa að sjúkdómsfaröldrum á borð við lömunarveiki og mislinga, sem koma sífellt upp upp aftur og geta valdið varanlegum lemstrunum, lömun og jafnvel dauða. Allt að áttatíu þúsund börn eru talin smituð af alvarlegustu tegund lömunarveiki án þess að vita af því og sjúkdómurinn smitast þannig óhindrað áfram. Tvö hundruð þúsund Sýrlendingar hafa látist af völdum sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir, eins og krabbameini, astma og sykursýki. Þeir sem hafa látist vegna ofbeldisins eru tvöfalt fleiri. Talið er að þúsundir þeirra séu börn. Nú eru sextíu prósent sjúkrahúsa landsins skemmd eða ónýt. Næstum helmingur sýrlenskra lækna hefur flúið land. Barnaheill krefjast þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki að veita mannúðarsamtökum tafarlausan aðgang inn í landið, og að börn og fjölskyldur þeirra fái aðgang að bólusetningum, mat, vatni, lyfjum og lífsnauðsynlegri aðstoð. „Alþjóðasamfélagið hefur brugðist sýrlenskum börnum, þar sem þau eru slösuð og særð og ófær um að nálgast meðferð,“ segir Roger. Söfnunarsími Barnaheilla á Íslandi vegna Sýrlands er 904 1900 og 904 2900 (fyrir 1.900 og 2.900 krónur). Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Heilbrigðisstarfsfólk í Sýrlandi hefur þurft að taka þátt í óhefðbundnum og sársaukafullum lækningaraðferðum vegna þess hve laskað heilbrigðiskerfið er orðið í landinu. Farsóttir herja einnig á milljónir barna sem eru óvarin gegn margskonar lífshættulegum sjúkdómum. Þetta kemur fram í nýrri, svartri skýrslu samtakanna Barnaheilla – Save the Children þar sem fjallað er um áhrif borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi undanfarin þrjú ár á heilsu barna. Skýrslan varpar ljósi á hrun heilbrigðiskerfisins í landinu og afleiðingum þess. Börn deyja ekki einungis af sárum sínum vegna átakanna, heldur einnig vegna sjúkdóma sem áður hefði verið hægt að meðhöndla eða koma í veg fyrir, að því er kemur fram í tilkynningu frá Barnaheillum. „Börn innan Sýrlands búa við grófar og frumstæðar aðstæður. Að finna lækni með nauðsynleg tæki og lyf fyrir viðeigandi meðferð er nánast óhugsandi. Þær örvæntingafullu aðferðir sem heilbrigðisstarfsfólk neyðist til að grípa til, til að halda lífi í börnum eru sífellt skelfilegri,“ segir Roger Hearn, svæðisstjóri Save the Children. Helstu áhyggjur í heilbrigðisgeiranum snúa að sjúkdómsfaröldrum á borð við lömunarveiki og mislinga, sem koma sífellt upp upp aftur og geta valdið varanlegum lemstrunum, lömun og jafnvel dauða. Allt að áttatíu þúsund börn eru talin smituð af alvarlegustu tegund lömunarveiki án þess að vita af því og sjúkdómurinn smitast þannig óhindrað áfram. Tvö hundruð þúsund Sýrlendingar hafa látist af völdum sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir, eins og krabbameini, astma og sykursýki. Þeir sem hafa látist vegna ofbeldisins eru tvöfalt fleiri. Talið er að þúsundir þeirra séu börn. Nú eru sextíu prósent sjúkrahúsa landsins skemmd eða ónýt. Næstum helmingur sýrlenskra lækna hefur flúið land. Barnaheill krefjast þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki að veita mannúðarsamtökum tafarlausan aðgang inn í landið, og að börn og fjölskyldur þeirra fái aðgang að bólusetningum, mat, vatni, lyfjum og lífsnauðsynlegri aðstoð. „Alþjóðasamfélagið hefur brugðist sýrlenskum börnum, þar sem þau eru slösuð og særð og ófær um að nálgast meðferð,“ segir Roger. Söfnunarsími Barnaheilla á Íslandi vegna Sýrlands er 904 1900 og 904 2900 (fyrir 1.900 og 2.900 krónur).
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira