Erlent

Disney-land í París á barmi gjaldþrots

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Disney-land í París opnaði árið 1992 og er vinsælasti ferðamannastaður í Evrópu.
Disney-land í París opnaði árið 1992 og er vinsælasti ferðamannastaður í Evrópu. Vísir/Getty
Disney-land í París á í miklum fjárhagserfiðleikum. Skemmtigarðurinn hefur verið rekinn með halla nánast á hverju ári frá því hann opnaði árið 1992. Nú er svo komið að garðurinn þarf að fá 1 milljarð evra frá móðurfyrirtækinu Walt Disney svo bjarga megi honum frá gjaldþroti. Guardian greinir frá.

Fjármálastjóri Disney-lands, Mark Stead, segir að fyrirtækið skuldi 1,75 milljarð evra. Skuldin sé orðin svo þungbær að hvorki sé hægt að halda skemmtigarðinum sómasamlega við né fjárfesta í nýjum tækjum svo keppa megi við sívinsæla skemmtigarða í Flórída.

Þrátt fyrir að færri gestir hafi heimsótt garðinn síðastliðið ár en verið hefur þá er Disney-land í París engu að síður enn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu. Yfir 14 milljónir manna heimsækja garðinn ár hvert, en það eru fleiri gestir en heimsækja Eiffel-turninn og Louvre-safnið til samans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×