Erlent

Ríkin orðin þrjátíu

Nú eru hjónabönd samkynhneigðra viðurkennd í alls þrjátíu ríkjum Bandaríkjanna.
Nú eru hjónabönd samkynhneigðra viðurkennd í alls þrjátíu ríkjum Bandaríkjanna. vísir/afp
Hæstiréttur Bandaríkjanna vísaði í gær frá ákærum fimm ríkja sem kváðu á um bann við hjónaböndum samkynhneigðra, þetta kemur fram á AP fréttaveitunni.

Umrædd ríki eru Indíana, Oklahóma, Utah, Virginía og Wisconsin en í þessum ríkjum voru hjónabönd samkynhneigðra ekki leyfð.

Þar með eru hjónbönd samkynhneigðra nú viðurkennd í alls þrjátíu ríkjum Bandaríkjanna.

Áður hafði undirréttur úrskurðað að bann við hjónaböndum fólks af sama kyni í ofangreindum ríkjum stæðist ekki stjórnarskrá.

Þá er einnig talið að samkynhneigð pör í Colorado, Kansas, Norður-Karólínu, Suður-Karólínu, Vestur-Virginíu og Wyoming geti gengið í hjónaband á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×