Erlent

Appið FireChat fyrir samskipti

Freyr Bjarnason skrifar
Mótmælendur í Hong Kong liggja á jörðinni á meðan þeir skoða símana sína.
Mótmælendur í Hong Kong liggja á jörðinni á meðan þeir skoða símana sína. Fréttablaðið/AP
Rétt eins og mótmælendur í Egyptalandi notuðu Twitter fyrir þremur árum er nýjasta tækni notuð í mótmælunum í Hong Kong.

Margir úr röðum tuga þúsunda mótmælenda hafa verið límdir við farsíma-appið FireChat. Með því geta þeir haft samskipti jafnvel þótt internetið liggi niðri en sumir mótmælendur óttast að stjórnvöld muni reyna að loka á það. Til að sjá skilaboð sem hafa verið send á notendur appsins þurfa þeir einfaldlega að kveikja á Blutetooth í símanum innan 70 metra frá öðrum sem nota appið.

Talið er að FireChat-appinu hafi verið hlaðið niður af eitt hundrað þúsund notendum í Hong Kong á aðeins einum sólarhring fyrr í vikunni. Að sögn AP-fréttastofunnar hafa skipuleggjendur mótmælanna notað annars konar app sem nefnist Telegram og dulkóðað skilaboðin sem eru send þaðan.

Bandaríka öryggisfyrirtækið Lacoon Mobile telur mögulegt að kínversk stjórnvöld noti ýmiss konar öpp til að njósna um mótmælendurna í Hong Kong. Þau eru dulbúin sem öpp fyrir mótmælendur en þegar þeim er halað niður geta þeir sem bjuggu þau til séð símaskrána í símanum, símtalaskrána og fleiri upplýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×