„Tvímælalaust til bóta fyrir íslenskt réttarfar“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. október 2014 19:43 Nefnd um millidómstig skilar fullbúnu frumvarpi ásamt greinargerð til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar dómsmálaráðherra á næstu dögum, að sögn nefndarmanns. Millidómstig verður grundvallarbreyting á íslensku réttarkerfi og mun minnka álag á dómstólana. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði nefnd um millidómstig 1. ágúst í fyrra. Stefndi innanríkisráðherra upphaflega að því að leggja fram frumvarp í mars á þessu ári. Það náðist ekki í tæka tíð og þá var unnið eftir því að kynna frumvarp fyrir þingflokkunum í júlí. Nýlega tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við ráðuneyti dómsmála og málaflokknum. Nefndin hélt áfram störfum og mun að sögn eins nefndarmanna skila fullbúnu frumvarpi ásamt greinargerð á næstu dögum. Umræðan um millidómstig hefur staðið yfir í mörg ár. Áður en Hanna Birna skipaði nefndina sem nú er að störfum voru tvær aðrar nefndir, skipaðar af ráðherrum dómsmála þess tíma, sem skiluðu tillögum um málið í skýrsluformi. Millidómstig mun bæða létta málaþunganum af héraðsdómstólunum og Hæstarétti og með því verður í fyrsta sinn tekin upp milliliðalaus sönnunarfærsla áfrýjunardómstóls í sakamálum. Skortur á milliliðalausri sönnun birtist í því að Hæstiréttur metur ekki sönnunargildi munnlegs framburðar af eigin raun heldur eru fyrir réttinn lagðar útprentanir af aðila- og vitnaskýrslum. Þetta stangast á við kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu sem birtast í ákvæðum um réttindi sakbornings og réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Ísland hefur lögfest sáttmálann og þá var stjórnarskránni breytt 1995 m.a. til að komast til móts við skuldbindingar á grundvelli hans. Í skýrslu um milliliðalausa sönnunarfærslu í sakamálum sem kom út 2008 var haft eftir Markúsi Sigurbjörnssyni, núverandi forseta Hæstaréttar, að eina lausnin á vandanum varðandi millliðalausa sönnunarfærslu væri að taka upp sérstakt millidómstig. Í skýrslunni segir: „Markús taldi að ef tíðka ætti skýrslutökur fyrir Hæstarétti myndu þær vera allnokkrar að umfangi; bæði verjendur og ákæruvaldið myndu þrýsta á um að rétturinn tæki skýrslur af aðilum og vitnum. Þetta myndi leiða til þess að fjölga þyrfti hæstaréttardómurum og byggja nýtt dómhús þar sem núverandi húsnæði gæti ekki annað slíku. Taldi hann einu lausnina út úr núverandi vanda að koma á fót millidómstigi í sakamálum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- og dómsmálaráðherra.Símon Sigvaldason, héraðsdómari og formaður dómstólaráðs, segir að millidómstig sé mikil réttarbót. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það sem upphaflega knúði á um að ýta af stað umræðu um millidómstigið var milliliðalaus sönnun í sakamálum. Þetta hefur löngum verið þannig að við höfum haft áhyggjur af málsmeðferðinni fyrir Hæstarétti, þ.e. hvort þar fari fram raunveruleg endurskoðun á sakfellingum út af skorti á milliliðalausri sönnunarfærslu. Þetta höfum við bent á. Það er líka þannig að Hæstiréttur býr í dag við gríðarlega mikið málaálag og ef það er hægt að létta þunganum af Hæstarétti og gera hann meira að fordæmisgefandi dómstóli þá er það líka tvímælalaust til bóta fyrir íslenskt réttarfar,“ segir Símon. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Nefnd um millidómstig skilar fullbúnu frumvarpi ásamt greinargerð til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar dómsmálaráðherra á næstu dögum, að sögn nefndarmanns. Millidómstig verður grundvallarbreyting á íslensku réttarkerfi og mun minnka álag á dómstólana. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði nefnd um millidómstig 1. ágúst í fyrra. Stefndi innanríkisráðherra upphaflega að því að leggja fram frumvarp í mars á þessu ári. Það náðist ekki í tæka tíð og þá var unnið eftir því að kynna frumvarp fyrir þingflokkunum í júlí. Nýlega tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við ráðuneyti dómsmála og málaflokknum. Nefndin hélt áfram störfum og mun að sögn eins nefndarmanna skila fullbúnu frumvarpi ásamt greinargerð á næstu dögum. Umræðan um millidómstig hefur staðið yfir í mörg ár. Áður en Hanna Birna skipaði nefndina sem nú er að störfum voru tvær aðrar nefndir, skipaðar af ráðherrum dómsmála þess tíma, sem skiluðu tillögum um málið í skýrsluformi. Millidómstig mun bæða létta málaþunganum af héraðsdómstólunum og Hæstarétti og með því verður í fyrsta sinn tekin upp milliliðalaus sönnunarfærsla áfrýjunardómstóls í sakamálum. Skortur á milliliðalausri sönnun birtist í því að Hæstiréttur metur ekki sönnunargildi munnlegs framburðar af eigin raun heldur eru fyrir réttinn lagðar útprentanir af aðila- og vitnaskýrslum. Þetta stangast á við kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu sem birtast í ákvæðum um réttindi sakbornings og réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Ísland hefur lögfest sáttmálann og þá var stjórnarskránni breytt 1995 m.a. til að komast til móts við skuldbindingar á grundvelli hans. Í skýrslu um milliliðalausa sönnunarfærslu í sakamálum sem kom út 2008 var haft eftir Markúsi Sigurbjörnssyni, núverandi forseta Hæstaréttar, að eina lausnin á vandanum varðandi millliðalausa sönnunarfærslu væri að taka upp sérstakt millidómstig. Í skýrslunni segir: „Markús taldi að ef tíðka ætti skýrslutökur fyrir Hæstarétti myndu þær vera allnokkrar að umfangi; bæði verjendur og ákæruvaldið myndu þrýsta á um að rétturinn tæki skýrslur af aðilum og vitnum. Þetta myndi leiða til þess að fjölga þyrfti hæstaréttardómurum og byggja nýtt dómhús þar sem núverandi húsnæði gæti ekki annað slíku. Taldi hann einu lausnina út úr núverandi vanda að koma á fót millidómstigi í sakamálum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- og dómsmálaráðherra.Símon Sigvaldason, héraðsdómari og formaður dómstólaráðs, segir að millidómstig sé mikil réttarbót. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það sem upphaflega knúði á um að ýta af stað umræðu um millidómstigið var milliliðalaus sönnun í sakamálum. Þetta hefur löngum verið þannig að við höfum haft áhyggjur af málsmeðferðinni fyrir Hæstarétti, þ.e. hvort þar fari fram raunveruleg endurskoðun á sakfellingum út af skorti á milliliðalausri sönnunarfærslu. Þetta höfum við bent á. Það er líka þannig að Hæstiréttur býr í dag við gríðarlega mikið málaálag og ef það er hægt að létta þunganum af Hæstarétti og gera hann meira að fordæmisgefandi dómstóli þá er það líka tvímælalaust til bóta fyrir íslenskt réttarfar,“ segir Símon.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira