Kent Brantley, bandarískur læknir sem smitaðist af veirunni, er einn þeirra sem birtist á forsíðu tímaritsins, en hann segir það mikinn heiður að vera talinn í hóp þeirra sem deila verðlaununum með sér.
Time veitir þeim manni, eða þeim hópi, sem hefur haft mest áhrif á heiminn og fréttirnar á árinu, sama hvort það hafi verið til góðs eða ills.
Ebólaveiran geisar enn í Vestur-Afríku þar sem rúmlega 17 þúsund tilfelli hafa komið upp og rúmlega sex þúsund látist. Þó er talið að raunverulegur fjöldi sé mun hærri.
Frans páfi hlaut titilinn á síðasta ári.