Erlent

Google býður upp á upplýsingahvarf

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Íslendingar eru meðal þeirra sem nú geta sótt um að upplýsingar verði látnar hverfa.
Íslendingar eru meðal þeirra sem nú geta sótt um að upplýsingar verði látnar hverfa. Nordicphotos/AFP
Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, þar á meðal Íslandi, geta nú sótt um að viðkvæmar upplýsingar um þá á leitarsíðum Google „gleymist“.

Google er þarna að bregðast við dómi frá Mannréttindadómstól Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að fólk eigi rétt á þessu.

Larry Page, framkvæmdastjóri Google, segist sjá eftir því að hafa ekki kynnt sér betur viðhorf Evrópumanna til persónuleyndar.

Google hefur hins vegar ekki í hyggju að veita íbúum annarra heimshluta þennan rétt til að gleymast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×