Erlent

Taílenski herinn stefnir á lýðræði eftir ár

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Hermaður segir fólki til í Bangkok.
Hermaður segir fólki til í Bangkok. Vísir/AP
Herforingjastjórnin, sem gerði stjórnarbyltingu í Taílandi í síðustu viku, ætlar ekki að efna til kosninga fyrr en búið er að samþykkja stjórnarskrárbreytingar.

Þetta fullyrti Prayuth Chan-ocha, leiðtogi herforingjabyltingarinnar. Jafnframt sagði hann að lýðræði yrði ekki að veruleika á ný í Taílandi fyrr en mótmælendur fara að sýna skilning á því hvað lýðræði er. Þetta sagði hann í ræðu í gær, þeirri fyrstu frá því herinn tók völdin þann 22. maí. Með ræðunni vildi hann leggja áherslu á að herinn hafi það eitt í hyggju að tryggja stöðugleika og lýðræði í landinu.

Planið nú er að herinn taki sér um tvo til þrjá mánuði í að koma á sáttum milli andstæðra fylkinga. Að því búnu muni það taka um eitt ár að semja nýja stjórnarskrá, og þá fyrst verði hægt að huga að kosningum. „Gefið okkur tíma til að leysa vandamálin fyrir ykkur,“ sagði hann. „Þá munu hermennirnir stíga til hliðar og horfa á Taíland úr fjarlægð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×