Erlent

Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Hollandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Mennirnir voru handteknir á flugvellinum í Amsterdam.
Mennirnir voru handteknir á flugvellinum í Amsterdam. Nordicphotos/AFP
Saksóknarar í Hollandi og Belgíu sögðust í gær hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkasamtökum. Mennirnir eru hollenskir ríkisborgarar af tyrkneskum ættum.

Hollenskir saksóknarar segja að við leit á heimilum mannanna í Haag hafi verið lagt hald á minnislykla og áróðursefni. Einnig hafi vopn og skotheld vesti fundist í annarri leit í Brussel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×