Erlent

Ungabarn olli usla við Hvíta húsið

Lífverðir forsetans bjuggu sig undir það versta.
Lífverðir forsetans bjuggu sig undir það versta. Mynd/AP
Hvíta húsinu í Washington var lokað í skyndi í gær eftir að viðvörunarkerfi þess fóru í gang og gáfu til kynna að óboðinn gestur væri á lóð hússins, sem er heimili Bandaríkjaforseta.

Öllum inngöngum í húsið var lokað og vopnaðir verðir ruku þangað sem kerfið gaf til kynna að óboðni gesturinn væri. Þegar þangað var komið mætti þeim ungabarn, sem hafði strokið frá foreldrum sínum og hreinlega skriðið í gegnum rimlana á girðingunni sem umkringir húsið.

Barninu var fljótlega komið í hendur foreldra sinna og sagði talsmaður lífvarða forsetans að sá stutti verði yfirheyrður síðar, eða þegar hann lærir að tala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×