„Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. febrúar 2014 12:17 „Mér finnst ekkert annað um þessi ummæli en að þau eru röng,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef á Íslandi, um ummæli Vigdísar Hauksdóttur þingkonu Framsóknarflokksins og formanns Heimssýnar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær. Vigdís sagði þá í tvígang að í Evrópu geysaði hungursneyð. „Hungursneyð er nákvæmt og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati. Því er þessi fullyrðing Vigdísar einfaldlega röng,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Sigríður segir að til þess að hungursneyð sé lýst yfir á ákveðnu landssvæði þurfi þrjú megin skilyrði að vera uppfyllt. „Þrjátíu prósent barna þurfa að þjást að bráðavannæringu, sem þýðir að börn séu lífshættulega vannærð. Í öðru lagi þurfa tuttugu prósent fólks að fá innan við 2100 hitaeiningar á dag og í þriðja lagi þurfa tveir fullorðnir eða fjögur börn á hverja þúsund íbúa að láta lífið af völdum matarskorts á einum sólarhring. Hungursneyð er grafalvarlegt ástand,“ útskýrir hún. „Ef við heimfærum þetta yfir á Reykjavík, þá þyrftu tvö til fjögur hundruð manns að láta lífið af völdum matarskorts á einum sólarhring, til þess að hungursneyð væri lýst yfir,“ segir Sigríður ennfremur. Hún segir mikinn mun vera á hungri og hungursneyð. „Það er fullt af fólki sem gengur hungrað til hvílu á hverju kvöldi og alltof mörg börn sem þjást af vannæringu. En það er langt frá því að vera sami hluturinn og hungursneyð. Á þessari stundu er ekkert svæði í heiminum þar sem hungursneyð hefur verið lýst yfir, sem betur fer.“ Ummæli Vigdísar vöktu mikla athygli á samskiptavefnum Twitter. Hér að neðan má sjá nokkur tíst um ummælin.Sæl @vigdishauks, á pantað flug til DK í apríl. Þarf ég að hafa áhyggjur af þessari hungursneyð sem ríkir þar og í öðrum ESB ríkjum?— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) February 23, 2014 Ég er að fara í brúðkaup í Belgíu í sumar. Ég þarf víst að smyrja mér nesti og svona, m.v. orð form. fjárlaganefndar #minskodun #hungursneyð— Andrés Fjeldsted (@andresfjeld) February 23, 2014 'Malta er ekki ríki' og 'Það er hungursneyð í Evrópu'! Frasar í boði Formanns fjárlaganefndar. If that doesn't scare you...... #MinSkodun— Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) February 23, 2014 Tek við matarsendingum til Þýskalands. Hér ríkir víst hungursneyð. #minskodun— Ásdís Sigtryggsdótti (@Asdis_S) February 23, 2014 Mín skoðun Tengdar fréttir Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 22. febrúar 2014 20:00 EES samningnum verði rift meðan höft eru í landinu Verði ESB umsókn dregin til baka mun ríkið þurfa að svara fyrir gjaldeyrishöft. 22. febrúar 2014 13:00 „Það er verið að svíkja þig, kæri Íslendingur“ Mikael Torfason vandaði ríkisstjórnarflokkunum ekki kveðjurnar í pistli sínum í þættinum Mín skoðun í dag. 23. febrúar 2014 18:08 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28 „Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hún ræddi Evrópusambandsumsóknina við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í þættinum Mín skoðun. 23. febrúar 2014 17:00 Sjálfstæðir Evrópumenn skora á Sjálfstæðisflokkinn Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. 21. febrúar 2014 14:48 Ákvörðun stjórnvalda misráðin og skaðleg Stjórn Félags atvinnurekenda segir ákvörðun stjórnarflokkanna, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og vera skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki. 24. febrúar 2014 10:57 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Mér finnst ekkert annað um þessi ummæli en að þau eru röng,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef á Íslandi, um ummæli Vigdísar Hauksdóttur þingkonu Framsóknarflokksins og formanns Heimssýnar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær. Vigdís sagði þá í tvígang að í Evrópu geysaði hungursneyð. „Hungursneyð er nákvæmt og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati. Því er þessi fullyrðing Vigdísar einfaldlega röng,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Sigríður segir að til þess að hungursneyð sé lýst yfir á ákveðnu landssvæði þurfi þrjú megin skilyrði að vera uppfyllt. „Þrjátíu prósent barna þurfa að þjást að bráðavannæringu, sem þýðir að börn séu lífshættulega vannærð. Í öðru lagi þurfa tuttugu prósent fólks að fá innan við 2100 hitaeiningar á dag og í þriðja lagi þurfa tveir fullorðnir eða fjögur börn á hverja þúsund íbúa að láta lífið af völdum matarskorts á einum sólarhring. Hungursneyð er grafalvarlegt ástand,“ útskýrir hún. „Ef við heimfærum þetta yfir á Reykjavík, þá þyrftu tvö til fjögur hundruð manns að láta lífið af völdum matarskorts á einum sólarhring, til þess að hungursneyð væri lýst yfir,“ segir Sigríður ennfremur. Hún segir mikinn mun vera á hungri og hungursneyð. „Það er fullt af fólki sem gengur hungrað til hvílu á hverju kvöldi og alltof mörg börn sem þjást af vannæringu. En það er langt frá því að vera sami hluturinn og hungursneyð. Á þessari stundu er ekkert svæði í heiminum þar sem hungursneyð hefur verið lýst yfir, sem betur fer.“ Ummæli Vigdísar vöktu mikla athygli á samskiptavefnum Twitter. Hér að neðan má sjá nokkur tíst um ummælin.Sæl @vigdishauks, á pantað flug til DK í apríl. Þarf ég að hafa áhyggjur af þessari hungursneyð sem ríkir þar og í öðrum ESB ríkjum?— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) February 23, 2014 Ég er að fara í brúðkaup í Belgíu í sumar. Ég þarf víst að smyrja mér nesti og svona, m.v. orð form. fjárlaganefndar #minskodun #hungursneyð— Andrés Fjeldsted (@andresfjeld) February 23, 2014 'Malta er ekki ríki' og 'Það er hungursneyð í Evrópu'! Frasar í boði Formanns fjárlaganefndar. If that doesn't scare you...... #MinSkodun— Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) February 23, 2014 Tek við matarsendingum til Þýskalands. Hér ríkir víst hungursneyð. #minskodun— Ásdís Sigtryggsdótti (@Asdis_S) February 23, 2014
Mín skoðun Tengdar fréttir Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 22. febrúar 2014 20:00 EES samningnum verði rift meðan höft eru í landinu Verði ESB umsókn dregin til baka mun ríkið þurfa að svara fyrir gjaldeyrishöft. 22. febrúar 2014 13:00 „Það er verið að svíkja þig, kæri Íslendingur“ Mikael Torfason vandaði ríkisstjórnarflokkunum ekki kveðjurnar í pistli sínum í þættinum Mín skoðun í dag. 23. febrúar 2014 18:08 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28 „Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hún ræddi Evrópusambandsumsóknina við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í þættinum Mín skoðun. 23. febrúar 2014 17:00 Sjálfstæðir Evrópumenn skora á Sjálfstæðisflokkinn Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. 21. febrúar 2014 14:48 Ákvörðun stjórnvalda misráðin og skaðleg Stjórn Félags atvinnurekenda segir ákvörðun stjórnarflokkanna, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og vera skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki. 24. febrúar 2014 10:57 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 22. febrúar 2014 20:00
EES samningnum verði rift meðan höft eru í landinu Verði ESB umsókn dregin til baka mun ríkið þurfa að svara fyrir gjaldeyrishöft. 22. febrúar 2014 13:00
„Það er verið að svíkja þig, kæri Íslendingur“ Mikael Torfason vandaði ríkisstjórnarflokkunum ekki kveðjurnar í pistli sínum í þættinum Mín skoðun í dag. 23. febrúar 2014 18:08
Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00
Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28
„Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hún ræddi Evrópusambandsumsóknina við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í þættinum Mín skoðun. 23. febrúar 2014 17:00
Sjálfstæðir Evrópumenn skora á Sjálfstæðisflokkinn Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. 21. febrúar 2014 14:48
Ákvörðun stjórnvalda misráðin og skaðleg Stjórn Félags atvinnurekenda segir ákvörðun stjórnarflokkanna, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og vera skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki. 24. febrúar 2014 10:57
Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23
Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði