Innlent

„Það er verið að svíkja þig, kæri Íslendingur“

Vísir skrifar
„Þetta eru bein svik við þig,“ segir Mikael Torfason, þáttastjórnandi Minnar skoðunar, í pistli í þættinum í dag. Fjallar hann þar um Evrópusambandsmálið, en það var í brennidepli í þætti dagsins. „Það er verið að svíkja þig, kæri Íslendingur. Þú skalt, og átt, að taka þessu persónulega,“ segir Mikael.

„Nú hafa stjórnarflokkarnir ákveðið að draga umsóknina í Evrópusambandið til baka. Hér er verið að svíkja þetta loforð. Og um þetta snýst málið, svikið loforð. Sjálfstæðismenn vita meira að segja sjálfir að þeir eru búnir að svíkja þetta loforð. Þeir eru meira að segja búnir að fjarlægja loforðið af heimasíðu flokksins. Þeir vita upp á sig sökina,“ segir Mikael, en pistilinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Þátturinn í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×