Innlent

Var nær drukknaður í sundi

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir skrifar
Hafnfirðingurinn Viktor Aron Bragason var hætt kominn þegar hann var nær drukknaður í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði. „Ég var á leiðinni í heita pottinn og ákvað þá að synda nokkrar ferðir eins og ég er vanur að gera. Þegar ég var búinn að synda eina til tvær ferðir þá leið yfir mig.”

Það vildi Viktori til happs að sundlaugargestur kom auga á hann á botni laugarinnar skömmu eftir að hann leið út af, en talið er að hann hafi verið meðvitundarlaus í vatninu í um eina mínútu. Hann var dreginn upp á bakka þar sem endurlífgun hófst.

Mál Viktors verður tekið fyrir í sjötta þætti af Neyðarlínunni sem sýndur verður á Stöð 2 á sunnudagskvöld kl. 20.10.


Tengdar fréttir

„Tilviljun að ég var í sundlauginni“

Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×