Lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. ágúst 2014 08:00 Halldór Blöndal, Guðjón Hjörleifsson og Magnús Júlíusson. Margir trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið talaði við í gær lýstu stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann flokksins og innanríkisráðherra. Auk formanns og varaformanns flokksins skipa formenn landssambanda forystu hans, en þeir eru fjórir. Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður til margra ára, er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann segist styðja afstöðu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, til málsins og finnst hann hafa staðið sig vel. „Og ég geng út frá því að Hanna Birna skýri satt og rétt frá,“ segir hann. Hann segist að öðru leyti ekki hafa kynnt sér málið vel. Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir málið erfitt. „Það er ekki enn komin endanleg niðurstaða. Mér finnst eðlilegt að hún svari þessu bréfi frá umboðsmanni og eftir það er hægt að taka stöðuna.,“ segir Magnús. Hún hafi ítrekað lýst yfir sakleysi sínu og það sé ekki annað hægt en að trúa því. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ekki náðist í Jón Ragnar Ríkarðsson, formann Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Að auki eru starfandi innan Sjálfstæðisflokksins fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í hverju sveitarfélagi. Það eru fulltrúar úr þessum fulltrúaráðum sem valdir eru á landsfund og þeir kjósa formann og varaformann flokksins þar. Af tíu formönnum fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði sambandi við hafa fjórir þeirra ekki viljað tjá sig. Það voru formenn fulltrúaráðsins í Grundarfirði og Stykkishólmi, Barðastrandasýslu, á Ísafirði og í Kópavogi. Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og núverandi formaður fulltrúaráðs þar, segir eðlilegt að á fyrsta fundi fulltrúaráðsins í haust verði þetta tekið fyrir. Hann bendir á að málið sé hjá Umboðsmanni Alþingis og það gangi sinn gang þar. Hann bendir líka á að Elliði Vignisson bæjarstjóri hafi tjáð sig um málið, en Elliði hefur lýst yfir miklum stuðningi við Hönnu Birnu. Aðrir formenn fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði tali af lýstu yfir eindregnum stuðningi. „Mér finnst hún standa sig ágætlega miðað við aðstæður, segir Jóhann Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu. „Það er verið að vega að henni úr öllum áttum, líka úr okkar flokki. Mér finnst það persónulega. Auðvitað hefði margt mátt betur fara en þetta er orðið allt of persónulegt ,“ bætir Jóhann við. Í sama streng taka Ásmundur Pálmason, formaður fulltrúaráðsins í Skagafirði, og Oktavía Jóhannesdóttir, formaður fulltrúaráðsins á Akureyri. Samúel Karl Sigurðsson, formaður fulltrúaráðsins í Fjarðabyggð, segist hafa horft á viðtöl við Hönnu Birnu á Stöð 2 og í Kastljósi í fyrrakvöld. „Og ég bara fylltist stolti af Hönnu Birnu í gær. Ég segi það bara persónulega, þetta er ekki skoðun fulltrúaráðsins,“ segir Samúel Karl. Hann bætir því við að fulltrúaráðið hafi ekkert ályktað um málið. Brynhildur Jónsdóttir, formaður fulltrúaráðsins í Árborg, segir að staða Hönnu Birnu sé að sínu áliti óbreytt, þ.e. hún nýtur trausts ríkisstjórnarflokkanna og í ljósi þess að hún hafi ekki haft tækifæri til að svara umboðsmanni Alþingis þá sé ekki hægt að tjá sig frekar um þetta mál.Óttarr Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðsins í Reykjavík, segir að Hanna Birna hafi útskýrt ítarlega sýna hlið á málinu og hann hafi lítið við það að bæta að svo stöddu. „Ég mun virða þá ákvörðun sem hún tekur í framhaldi af þeirri fréttatilkynningu sem hún sendi fyrr í vikunni,“ segir hann. Alþingi Lekamálið Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Margir trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið talaði við í gær lýstu stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann flokksins og innanríkisráðherra. Auk formanns og varaformanns flokksins skipa formenn landssambanda forystu hans, en þeir eru fjórir. Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður til margra ára, er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann segist styðja afstöðu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, til málsins og finnst hann hafa staðið sig vel. „Og ég geng út frá því að Hanna Birna skýri satt og rétt frá,“ segir hann. Hann segist að öðru leyti ekki hafa kynnt sér málið vel. Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir málið erfitt. „Það er ekki enn komin endanleg niðurstaða. Mér finnst eðlilegt að hún svari þessu bréfi frá umboðsmanni og eftir það er hægt að taka stöðuna.,“ segir Magnús. Hún hafi ítrekað lýst yfir sakleysi sínu og það sé ekki annað hægt en að trúa því. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ekki náðist í Jón Ragnar Ríkarðsson, formann Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Að auki eru starfandi innan Sjálfstæðisflokksins fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í hverju sveitarfélagi. Það eru fulltrúar úr þessum fulltrúaráðum sem valdir eru á landsfund og þeir kjósa formann og varaformann flokksins þar. Af tíu formönnum fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði sambandi við hafa fjórir þeirra ekki viljað tjá sig. Það voru formenn fulltrúaráðsins í Grundarfirði og Stykkishólmi, Barðastrandasýslu, á Ísafirði og í Kópavogi. Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og núverandi formaður fulltrúaráðs þar, segir eðlilegt að á fyrsta fundi fulltrúaráðsins í haust verði þetta tekið fyrir. Hann bendir á að málið sé hjá Umboðsmanni Alþingis og það gangi sinn gang þar. Hann bendir líka á að Elliði Vignisson bæjarstjóri hafi tjáð sig um málið, en Elliði hefur lýst yfir miklum stuðningi við Hönnu Birnu. Aðrir formenn fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði tali af lýstu yfir eindregnum stuðningi. „Mér finnst hún standa sig ágætlega miðað við aðstæður, segir Jóhann Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu. „Það er verið að vega að henni úr öllum áttum, líka úr okkar flokki. Mér finnst það persónulega. Auðvitað hefði margt mátt betur fara en þetta er orðið allt of persónulegt ,“ bætir Jóhann við. Í sama streng taka Ásmundur Pálmason, formaður fulltrúaráðsins í Skagafirði, og Oktavía Jóhannesdóttir, formaður fulltrúaráðsins á Akureyri. Samúel Karl Sigurðsson, formaður fulltrúaráðsins í Fjarðabyggð, segist hafa horft á viðtöl við Hönnu Birnu á Stöð 2 og í Kastljósi í fyrrakvöld. „Og ég bara fylltist stolti af Hönnu Birnu í gær. Ég segi það bara persónulega, þetta er ekki skoðun fulltrúaráðsins,“ segir Samúel Karl. Hann bætir því við að fulltrúaráðið hafi ekkert ályktað um málið. Brynhildur Jónsdóttir, formaður fulltrúaráðsins í Árborg, segir að staða Hönnu Birnu sé að sínu áliti óbreytt, þ.e. hún nýtur trausts ríkisstjórnarflokkanna og í ljósi þess að hún hafi ekki haft tækifæri til að svara umboðsmanni Alþingis þá sé ekki hægt að tjá sig frekar um þetta mál.Óttarr Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðsins í Reykjavík, segir að Hanna Birna hafi útskýrt ítarlega sýna hlið á málinu og hann hafi lítið við það að bæta að svo stöddu. „Ég mun virða þá ákvörðun sem hún tekur í framhaldi af þeirri fréttatilkynningu sem hún sendi fyrr í vikunni,“ segir hann.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent