Lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. ágúst 2014 08:00 Halldór Blöndal, Guðjón Hjörleifsson og Magnús Júlíusson. Margir trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið talaði við í gær lýstu stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann flokksins og innanríkisráðherra. Auk formanns og varaformanns flokksins skipa formenn landssambanda forystu hans, en þeir eru fjórir. Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður til margra ára, er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann segist styðja afstöðu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, til málsins og finnst hann hafa staðið sig vel. „Og ég geng út frá því að Hanna Birna skýri satt og rétt frá,“ segir hann. Hann segist að öðru leyti ekki hafa kynnt sér málið vel. Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir málið erfitt. „Það er ekki enn komin endanleg niðurstaða. Mér finnst eðlilegt að hún svari þessu bréfi frá umboðsmanni og eftir það er hægt að taka stöðuna.,“ segir Magnús. Hún hafi ítrekað lýst yfir sakleysi sínu og það sé ekki annað hægt en að trúa því. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ekki náðist í Jón Ragnar Ríkarðsson, formann Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Að auki eru starfandi innan Sjálfstæðisflokksins fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í hverju sveitarfélagi. Það eru fulltrúar úr þessum fulltrúaráðum sem valdir eru á landsfund og þeir kjósa formann og varaformann flokksins þar. Af tíu formönnum fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði sambandi við hafa fjórir þeirra ekki viljað tjá sig. Það voru formenn fulltrúaráðsins í Grundarfirði og Stykkishólmi, Barðastrandasýslu, á Ísafirði og í Kópavogi. Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og núverandi formaður fulltrúaráðs þar, segir eðlilegt að á fyrsta fundi fulltrúaráðsins í haust verði þetta tekið fyrir. Hann bendir á að málið sé hjá Umboðsmanni Alþingis og það gangi sinn gang þar. Hann bendir líka á að Elliði Vignisson bæjarstjóri hafi tjáð sig um málið, en Elliði hefur lýst yfir miklum stuðningi við Hönnu Birnu. Aðrir formenn fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði tali af lýstu yfir eindregnum stuðningi. „Mér finnst hún standa sig ágætlega miðað við aðstæður, segir Jóhann Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu. „Það er verið að vega að henni úr öllum áttum, líka úr okkar flokki. Mér finnst það persónulega. Auðvitað hefði margt mátt betur fara en þetta er orðið allt of persónulegt ,“ bætir Jóhann við. Í sama streng taka Ásmundur Pálmason, formaður fulltrúaráðsins í Skagafirði, og Oktavía Jóhannesdóttir, formaður fulltrúaráðsins á Akureyri. Samúel Karl Sigurðsson, formaður fulltrúaráðsins í Fjarðabyggð, segist hafa horft á viðtöl við Hönnu Birnu á Stöð 2 og í Kastljósi í fyrrakvöld. „Og ég bara fylltist stolti af Hönnu Birnu í gær. Ég segi það bara persónulega, þetta er ekki skoðun fulltrúaráðsins,“ segir Samúel Karl. Hann bætir því við að fulltrúaráðið hafi ekkert ályktað um málið. Brynhildur Jónsdóttir, formaður fulltrúaráðsins í Árborg, segir að staða Hönnu Birnu sé að sínu áliti óbreytt, þ.e. hún nýtur trausts ríkisstjórnarflokkanna og í ljósi þess að hún hafi ekki haft tækifæri til að svara umboðsmanni Alþingis þá sé ekki hægt að tjá sig frekar um þetta mál.Óttarr Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðsins í Reykjavík, segir að Hanna Birna hafi útskýrt ítarlega sýna hlið á málinu og hann hafi lítið við það að bæta að svo stöddu. „Ég mun virða þá ákvörðun sem hún tekur í framhaldi af þeirri fréttatilkynningu sem hún sendi fyrr í vikunni,“ segir hann. Alþingi Lekamálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Margir trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið talaði við í gær lýstu stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann flokksins og innanríkisráðherra. Auk formanns og varaformanns flokksins skipa formenn landssambanda forystu hans, en þeir eru fjórir. Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður til margra ára, er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann segist styðja afstöðu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, til málsins og finnst hann hafa staðið sig vel. „Og ég geng út frá því að Hanna Birna skýri satt og rétt frá,“ segir hann. Hann segist að öðru leyti ekki hafa kynnt sér málið vel. Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir málið erfitt. „Það er ekki enn komin endanleg niðurstaða. Mér finnst eðlilegt að hún svari þessu bréfi frá umboðsmanni og eftir það er hægt að taka stöðuna.,“ segir Magnús. Hún hafi ítrekað lýst yfir sakleysi sínu og það sé ekki annað hægt en að trúa því. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ekki náðist í Jón Ragnar Ríkarðsson, formann Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Að auki eru starfandi innan Sjálfstæðisflokksins fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í hverju sveitarfélagi. Það eru fulltrúar úr þessum fulltrúaráðum sem valdir eru á landsfund og þeir kjósa formann og varaformann flokksins þar. Af tíu formönnum fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði sambandi við hafa fjórir þeirra ekki viljað tjá sig. Það voru formenn fulltrúaráðsins í Grundarfirði og Stykkishólmi, Barðastrandasýslu, á Ísafirði og í Kópavogi. Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og núverandi formaður fulltrúaráðs þar, segir eðlilegt að á fyrsta fundi fulltrúaráðsins í haust verði þetta tekið fyrir. Hann bendir á að málið sé hjá Umboðsmanni Alþingis og það gangi sinn gang þar. Hann bendir líka á að Elliði Vignisson bæjarstjóri hafi tjáð sig um málið, en Elliði hefur lýst yfir miklum stuðningi við Hönnu Birnu. Aðrir formenn fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði tali af lýstu yfir eindregnum stuðningi. „Mér finnst hún standa sig ágætlega miðað við aðstæður, segir Jóhann Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu. „Það er verið að vega að henni úr öllum áttum, líka úr okkar flokki. Mér finnst það persónulega. Auðvitað hefði margt mátt betur fara en þetta er orðið allt of persónulegt ,“ bætir Jóhann við. Í sama streng taka Ásmundur Pálmason, formaður fulltrúaráðsins í Skagafirði, og Oktavía Jóhannesdóttir, formaður fulltrúaráðsins á Akureyri. Samúel Karl Sigurðsson, formaður fulltrúaráðsins í Fjarðabyggð, segist hafa horft á viðtöl við Hönnu Birnu á Stöð 2 og í Kastljósi í fyrrakvöld. „Og ég bara fylltist stolti af Hönnu Birnu í gær. Ég segi það bara persónulega, þetta er ekki skoðun fulltrúaráðsins,“ segir Samúel Karl. Hann bætir því við að fulltrúaráðið hafi ekkert ályktað um málið. Brynhildur Jónsdóttir, formaður fulltrúaráðsins í Árborg, segir að staða Hönnu Birnu sé að sínu áliti óbreytt, þ.e. hún nýtur trausts ríkisstjórnarflokkanna og í ljósi þess að hún hafi ekki haft tækifæri til að svara umboðsmanni Alþingis þá sé ekki hægt að tjá sig frekar um þetta mál.Óttarr Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðsins í Reykjavík, segir að Hanna Birna hafi útskýrt ítarlega sýna hlið á málinu og hann hafi lítið við það að bæta að svo stöddu. „Ég mun virða þá ákvörðun sem hún tekur í framhaldi af þeirri fréttatilkynningu sem hún sendi fyrr í vikunni,“ segir hann.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira