Kjarninn sá að íslenskir dómstólar eigi síðasta orðið Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. ágúst 2014 18:30 Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. Þetta er niðurstaða dóms EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp í dag. Málið sprottið af verðtryggðu fasteignaláni Málið var sprottið af því að Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um túlkun um á tilskipun 93/13 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum í máli sem Gunnar Engilbertsson höfðaði gegn Íslandsbanka vegna verðtryggðs fasteignaláns sem hann tók hjá bankanum. Helstu niðurstöður EFTA-dómstólsins í málinu eru þessar: Tilskipun 93/13 leggur ekki almennt bann við skilmálum umverðtryggingu veðlána í samningum milli lánveitanda og neytanda. Það er landsdómstólsins, þ.e. dómstól aðildarríkis, að meta hvort umræddur skilmáli sé óréttmætur. Í öðru lagi takmarkar tilskipun 93/13 ekki svigrúm EES-ríkis til þess aðákveða með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hvaða þættir geti valdið breytingum á fyrirfram ákveðinni vísitölu, á borð við hina íslenskuvísitölu neysluverðs. Í þriðja er það dómstóls aðildarríkis að taka afstöðu til þess hvort samið hafi verið sérstaklega um tiltekinn samningsskilmála í skilningi 3. gr. tilskipunarinnar. Í fjórða lagi er það dómstóls aðildarríkis að meta hvort samningsskilmála um verðtryggingu afborgana af láni til fjármögnunar á fasteignakaupumskuli teljast hafi verið lýst fyrir neytandanum með skýrum og skiljanlegum hætti. Að lokum komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar yrði að túlka með þeim hætti að í þeim tilvikum þar sem landsdómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að tiltekinn samningsskilmáli væri óréttmætur bæri þeim dómstól að tryggja að slíkur skilmáli væri óskuldbindandi fyrir neytandann að því gefnu að samningurinn gæti haldið gildi sínu að öðru leyti án hins óréttmæta skilmála. Niðurstaða dómsins er í hnotskurn sú að það verður íslenskra dómstóla að dæma um lögmæti verðtryggingar, þ.e. hvort skilmálar um hana séu réttmætir og hvort þeir hafi verið kynntir með nægilega skýrum og skiljanlegum hætti fyrir neytendum hverju sinni. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður var annar tveggja lögmanna sem gætti hagsmuna Íslandsbanka í málinu. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu „Það má segja að kjarninn í dómnum sé sá að það sé íslenskra dómstóla að meta hvort verðtrygging geti verið óskuldbindandi fyrir lántakanda en hins vegar sé hún það ekki sjálfkrafa út frá þessari tilskipun sem þeir voru að skoða. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu frekar en það sem bankinn hélt fram í málinu. Dómstóllinn segir síðan í öðru lagi að það sé undir dómstól aðildarríkis að skoða hvort verðtrygging geti verið ósanngjörn í skilningi laga eða ekki nægilega vel útskýrð,“ segir Jóhannes Karl. Tengdar fréttir Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39 Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. Þetta er niðurstaða dóms EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp í dag. Málið sprottið af verðtryggðu fasteignaláni Málið var sprottið af því að Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um túlkun um á tilskipun 93/13 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum í máli sem Gunnar Engilbertsson höfðaði gegn Íslandsbanka vegna verðtryggðs fasteignaláns sem hann tók hjá bankanum. Helstu niðurstöður EFTA-dómstólsins í málinu eru þessar: Tilskipun 93/13 leggur ekki almennt bann við skilmálum umverðtryggingu veðlána í samningum milli lánveitanda og neytanda. Það er landsdómstólsins, þ.e. dómstól aðildarríkis, að meta hvort umræddur skilmáli sé óréttmætur. Í öðru lagi takmarkar tilskipun 93/13 ekki svigrúm EES-ríkis til þess aðákveða með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hvaða þættir geti valdið breytingum á fyrirfram ákveðinni vísitölu, á borð við hina íslenskuvísitölu neysluverðs. Í þriðja er það dómstóls aðildarríkis að taka afstöðu til þess hvort samið hafi verið sérstaklega um tiltekinn samningsskilmála í skilningi 3. gr. tilskipunarinnar. Í fjórða lagi er það dómstóls aðildarríkis að meta hvort samningsskilmála um verðtryggingu afborgana af láni til fjármögnunar á fasteignakaupumskuli teljast hafi verið lýst fyrir neytandanum með skýrum og skiljanlegum hætti. Að lokum komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar yrði að túlka með þeim hætti að í þeim tilvikum þar sem landsdómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að tiltekinn samningsskilmáli væri óréttmætur bæri þeim dómstól að tryggja að slíkur skilmáli væri óskuldbindandi fyrir neytandann að því gefnu að samningurinn gæti haldið gildi sínu að öðru leyti án hins óréttmæta skilmála. Niðurstaða dómsins er í hnotskurn sú að það verður íslenskra dómstóla að dæma um lögmæti verðtryggingar, þ.e. hvort skilmálar um hana séu réttmætir og hvort þeir hafi verið kynntir með nægilega skýrum og skiljanlegum hætti fyrir neytendum hverju sinni. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður var annar tveggja lögmanna sem gætti hagsmuna Íslandsbanka í málinu. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu „Það má segja að kjarninn í dómnum sé sá að það sé íslenskra dómstóla að meta hvort verðtrygging geti verið óskuldbindandi fyrir lántakanda en hins vegar sé hún það ekki sjálfkrafa út frá þessari tilskipun sem þeir voru að skoða. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu frekar en það sem bankinn hélt fram í málinu. Dómstóllinn segir síðan í öðru lagi að það sé undir dómstól aðildarríkis að skoða hvort verðtrygging geti verið ósanngjörn í skilningi laga eða ekki nægilega vel útskýrð,“ segir Jóhannes Karl.
Tengdar fréttir Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39 Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58
Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39
Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30
„Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00