Kjarninn sá að íslenskir dómstólar eigi síðasta orðið Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. ágúst 2014 18:30 Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. Þetta er niðurstaða dóms EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp í dag. Málið sprottið af verðtryggðu fasteignaláni Málið var sprottið af því að Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um túlkun um á tilskipun 93/13 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum í máli sem Gunnar Engilbertsson höfðaði gegn Íslandsbanka vegna verðtryggðs fasteignaláns sem hann tók hjá bankanum. Helstu niðurstöður EFTA-dómstólsins í málinu eru þessar: Tilskipun 93/13 leggur ekki almennt bann við skilmálum umverðtryggingu veðlána í samningum milli lánveitanda og neytanda. Það er landsdómstólsins, þ.e. dómstól aðildarríkis, að meta hvort umræddur skilmáli sé óréttmætur. Í öðru lagi takmarkar tilskipun 93/13 ekki svigrúm EES-ríkis til þess aðákveða með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hvaða þættir geti valdið breytingum á fyrirfram ákveðinni vísitölu, á borð við hina íslenskuvísitölu neysluverðs. Í þriðja er það dómstóls aðildarríkis að taka afstöðu til þess hvort samið hafi verið sérstaklega um tiltekinn samningsskilmála í skilningi 3. gr. tilskipunarinnar. Í fjórða lagi er það dómstóls aðildarríkis að meta hvort samningsskilmála um verðtryggingu afborgana af láni til fjármögnunar á fasteignakaupumskuli teljast hafi verið lýst fyrir neytandanum með skýrum og skiljanlegum hætti. Að lokum komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar yrði að túlka með þeim hætti að í þeim tilvikum þar sem landsdómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að tiltekinn samningsskilmáli væri óréttmætur bæri þeim dómstól að tryggja að slíkur skilmáli væri óskuldbindandi fyrir neytandann að því gefnu að samningurinn gæti haldið gildi sínu að öðru leyti án hins óréttmæta skilmála. Niðurstaða dómsins er í hnotskurn sú að það verður íslenskra dómstóla að dæma um lögmæti verðtryggingar, þ.e. hvort skilmálar um hana séu réttmætir og hvort þeir hafi verið kynntir með nægilega skýrum og skiljanlegum hætti fyrir neytendum hverju sinni. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður var annar tveggja lögmanna sem gætti hagsmuna Íslandsbanka í málinu. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu „Það má segja að kjarninn í dómnum sé sá að það sé íslenskra dómstóla að meta hvort verðtrygging geti verið óskuldbindandi fyrir lántakanda en hins vegar sé hún það ekki sjálfkrafa út frá þessari tilskipun sem þeir voru að skoða. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu frekar en það sem bankinn hélt fram í málinu. Dómstóllinn segir síðan í öðru lagi að það sé undir dómstól aðildarríkis að skoða hvort verðtrygging geti verið ósanngjörn í skilningi laga eða ekki nægilega vel útskýrð,“ segir Jóhannes Karl. Tengdar fréttir Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39 Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. Þetta er niðurstaða dóms EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp í dag. Málið sprottið af verðtryggðu fasteignaláni Málið var sprottið af því að Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um túlkun um á tilskipun 93/13 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum í máli sem Gunnar Engilbertsson höfðaði gegn Íslandsbanka vegna verðtryggðs fasteignaláns sem hann tók hjá bankanum. Helstu niðurstöður EFTA-dómstólsins í málinu eru þessar: Tilskipun 93/13 leggur ekki almennt bann við skilmálum umverðtryggingu veðlána í samningum milli lánveitanda og neytanda. Það er landsdómstólsins, þ.e. dómstól aðildarríkis, að meta hvort umræddur skilmáli sé óréttmætur. Í öðru lagi takmarkar tilskipun 93/13 ekki svigrúm EES-ríkis til þess aðákveða með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hvaða þættir geti valdið breytingum á fyrirfram ákveðinni vísitölu, á borð við hina íslenskuvísitölu neysluverðs. Í þriðja er það dómstóls aðildarríkis að taka afstöðu til þess hvort samið hafi verið sérstaklega um tiltekinn samningsskilmála í skilningi 3. gr. tilskipunarinnar. Í fjórða lagi er það dómstóls aðildarríkis að meta hvort samningsskilmála um verðtryggingu afborgana af láni til fjármögnunar á fasteignakaupumskuli teljast hafi verið lýst fyrir neytandanum með skýrum og skiljanlegum hætti. Að lokum komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar yrði að túlka með þeim hætti að í þeim tilvikum þar sem landsdómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að tiltekinn samningsskilmáli væri óréttmætur bæri þeim dómstól að tryggja að slíkur skilmáli væri óskuldbindandi fyrir neytandann að því gefnu að samningurinn gæti haldið gildi sínu að öðru leyti án hins óréttmæta skilmála. Niðurstaða dómsins er í hnotskurn sú að það verður íslenskra dómstóla að dæma um lögmæti verðtryggingar, þ.e. hvort skilmálar um hana séu réttmætir og hvort þeir hafi verið kynntir með nægilega skýrum og skiljanlegum hætti fyrir neytendum hverju sinni. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður var annar tveggja lögmanna sem gætti hagsmuna Íslandsbanka í málinu. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu „Það má segja að kjarninn í dómnum sé sá að það sé íslenskra dómstóla að meta hvort verðtrygging geti verið óskuldbindandi fyrir lántakanda en hins vegar sé hún það ekki sjálfkrafa út frá þessari tilskipun sem þeir voru að skoða. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu frekar en það sem bankinn hélt fram í málinu. Dómstóllinn segir síðan í öðru lagi að það sé undir dómstól aðildarríkis að skoða hvort verðtrygging geti verið ósanngjörn í skilningi laga eða ekki nægilega vel útskýrð,“ segir Jóhannes Karl.
Tengdar fréttir Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39 Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58
Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39
Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30
„Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00