Kjarninn sá að íslenskir dómstólar eigi síðasta orðið Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. ágúst 2014 18:30 Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. Þetta er niðurstaða dóms EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp í dag. Málið sprottið af verðtryggðu fasteignaláni Málið var sprottið af því að Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um túlkun um á tilskipun 93/13 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum í máli sem Gunnar Engilbertsson höfðaði gegn Íslandsbanka vegna verðtryggðs fasteignaláns sem hann tók hjá bankanum. Helstu niðurstöður EFTA-dómstólsins í málinu eru þessar: Tilskipun 93/13 leggur ekki almennt bann við skilmálum umverðtryggingu veðlána í samningum milli lánveitanda og neytanda. Það er landsdómstólsins, þ.e. dómstól aðildarríkis, að meta hvort umræddur skilmáli sé óréttmætur. Í öðru lagi takmarkar tilskipun 93/13 ekki svigrúm EES-ríkis til þess aðákveða með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hvaða þættir geti valdið breytingum á fyrirfram ákveðinni vísitölu, á borð við hina íslenskuvísitölu neysluverðs. Í þriðja er það dómstóls aðildarríkis að taka afstöðu til þess hvort samið hafi verið sérstaklega um tiltekinn samningsskilmála í skilningi 3. gr. tilskipunarinnar. Í fjórða lagi er það dómstóls aðildarríkis að meta hvort samningsskilmála um verðtryggingu afborgana af láni til fjármögnunar á fasteignakaupumskuli teljast hafi verið lýst fyrir neytandanum með skýrum og skiljanlegum hætti. Að lokum komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar yrði að túlka með þeim hætti að í þeim tilvikum þar sem landsdómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að tiltekinn samningsskilmáli væri óréttmætur bæri þeim dómstól að tryggja að slíkur skilmáli væri óskuldbindandi fyrir neytandann að því gefnu að samningurinn gæti haldið gildi sínu að öðru leyti án hins óréttmæta skilmála. Niðurstaða dómsins er í hnotskurn sú að það verður íslenskra dómstóla að dæma um lögmæti verðtryggingar, þ.e. hvort skilmálar um hana séu réttmætir og hvort þeir hafi verið kynntir með nægilega skýrum og skiljanlegum hætti fyrir neytendum hverju sinni. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður var annar tveggja lögmanna sem gætti hagsmuna Íslandsbanka í málinu. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu „Það má segja að kjarninn í dómnum sé sá að það sé íslenskra dómstóla að meta hvort verðtrygging geti verið óskuldbindandi fyrir lántakanda en hins vegar sé hún það ekki sjálfkrafa út frá þessari tilskipun sem þeir voru að skoða. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu frekar en það sem bankinn hélt fram í málinu. Dómstóllinn segir síðan í öðru lagi að það sé undir dómstól aðildarríkis að skoða hvort verðtrygging geti verið ósanngjörn í skilningi laga eða ekki nægilega vel útskýrð,“ segir Jóhannes Karl. Tengdar fréttir Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39 Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. Þetta er niðurstaða dóms EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp í dag. Málið sprottið af verðtryggðu fasteignaláni Málið var sprottið af því að Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um túlkun um á tilskipun 93/13 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum í máli sem Gunnar Engilbertsson höfðaði gegn Íslandsbanka vegna verðtryggðs fasteignaláns sem hann tók hjá bankanum. Helstu niðurstöður EFTA-dómstólsins í málinu eru þessar: Tilskipun 93/13 leggur ekki almennt bann við skilmálum umverðtryggingu veðlána í samningum milli lánveitanda og neytanda. Það er landsdómstólsins, þ.e. dómstól aðildarríkis, að meta hvort umræddur skilmáli sé óréttmætur. Í öðru lagi takmarkar tilskipun 93/13 ekki svigrúm EES-ríkis til þess aðákveða með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hvaða þættir geti valdið breytingum á fyrirfram ákveðinni vísitölu, á borð við hina íslenskuvísitölu neysluverðs. Í þriðja er það dómstóls aðildarríkis að taka afstöðu til þess hvort samið hafi verið sérstaklega um tiltekinn samningsskilmála í skilningi 3. gr. tilskipunarinnar. Í fjórða lagi er það dómstóls aðildarríkis að meta hvort samningsskilmála um verðtryggingu afborgana af láni til fjármögnunar á fasteignakaupumskuli teljast hafi verið lýst fyrir neytandanum með skýrum og skiljanlegum hætti. Að lokum komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar yrði að túlka með þeim hætti að í þeim tilvikum þar sem landsdómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að tiltekinn samningsskilmáli væri óréttmætur bæri þeim dómstól að tryggja að slíkur skilmáli væri óskuldbindandi fyrir neytandann að því gefnu að samningurinn gæti haldið gildi sínu að öðru leyti án hins óréttmæta skilmála. Niðurstaða dómsins er í hnotskurn sú að það verður íslenskra dómstóla að dæma um lögmæti verðtryggingar, þ.e. hvort skilmálar um hana séu réttmætir og hvort þeir hafi verið kynntir með nægilega skýrum og skiljanlegum hætti fyrir neytendum hverju sinni. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður var annar tveggja lögmanna sem gætti hagsmuna Íslandsbanka í málinu. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu „Það má segja að kjarninn í dómnum sé sá að það sé íslenskra dómstóla að meta hvort verðtrygging geti verið óskuldbindandi fyrir lántakanda en hins vegar sé hún það ekki sjálfkrafa út frá þessari tilskipun sem þeir voru að skoða. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu frekar en það sem bankinn hélt fram í málinu. Dómstóllinn segir síðan í öðru lagi að það sé undir dómstól aðildarríkis að skoða hvort verðtrygging geti verið ósanngjörn í skilningi laga eða ekki nægilega vel útskýrð,“ segir Jóhannes Karl.
Tengdar fréttir Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39 Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58
Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39
Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30
„Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00