Erlent

Þrjátíu fjallgöngumenn látnir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eldgosið í Ontake hófst í gær.
Eldgosið í Ontake hófst í gær. Vísir/Getty
Þrjátíu fjallgöngumenn hafa fundist látnir í hlíðum eldfjallsins Ontake eftir að eldgos hófst í fjallinu í gær. BBC greinir frá.

Um 250 manns urðu innlyksa í hlíðum Ontake vegna eldgossins en flestir komust á heilu og höldnu niður.

Eldfjallið er rúmlega 3.000 metra hátt og er staðsett um 200 kílómetra vestur af höfuðborginni Tokyo. Engar vísbendingar virðast hafa verið um að eldgos væri í uppsiglingu og fara japönsk yfirvöld nú yfir hvort og þá hvað hafi farið úrskeiðis.

Hér má sjá nokkra fjallgöngumenn hlaupa undan öskunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×