Erlent

Fimmtán skotnir á skemmtistað í Miami

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Fimmtán einstaklingar, þar á meðal unglingar og allt niður í ellefu ára aldur, urðu fyrir skotum í árás á næturklúbb í Miami. Vitni segjast hafa heyrt um hundrað skothvelli, en stórt einkasamkvæmi var haldið í klúbbinum.

Á vef CNN segir að ekki sé ljóst hvers vegna svo margir unglingar hafi verið á staðnum. Þá er lögreglan ekki viss hvort um einn árásarmann hafi verið að ræða, eða marga. Þegar sjúkraflutningsmenn komu á vettvang voru særðir einstaklingar bæði inn á staðnum og á gangstéttinni fyrir utan.

Ekki liggur fyrir nein ástæða fyrir árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×