Erlent

Ofbeldi eykst í Írak

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. vísir/afp
Fjörutíu og einn lést og 129 særðust í árásum í tveimur sjálfsmorðsárásum í Írak dag.

Fyrri árásin átti sér stað í norðurhluta Hilla í Írak. Þrjátíu og fjórir létu lífið og 120 særðust þegar bíll var sprengdur í loft upp. Árásin var gerð á háannatíma og eyðilögðust tugir bíla í kring. Þrýstingurinn af sprengingunni var það mikil að fjöldi fólks komst ekki út úr bílum sínum og brunnu því til dauða. Ekki er vitað hvaða hópur ber ábyrgð á árásunum, en í flestum tilfellum slíkra árása ber hryðjuverkahópurinn al-Qaida ábyrgðina og liggja þeir því undir grun.

Á svipuðum slóðum létu þrír lífið og sex særðust þegar hópur manna vopnuðum byssum skutu á starfsmenn olíufyrirtækis rétt við borgina Tuz-Khurmato, sem er 200 kílómetrum frá Baghdad. Skotið var á starfsmannarútu fyrirtækisins þegar starfsmenn voru á leið til vinnu.

Ofbeldið fer stigvaxandi í Írak og hefur ástandið ekki verið jafn slæmt í fjölda ára. Þúsundir létu lífið af völdum sprengitilræða og annarra árása í Írak árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×