Enski boltinn

Hjörvar í Messunni: Dýrasti varnarmaðurinn hleypur um eins og týndur krakki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eliaquim Mangala búinn að missa af Danny Ings.
Eliaquim Mangala búinn að missa af Danny Ings. Vísir/Getty
Hjörvar Hafliðason fór yfir frammistöðu Eliaquim Mangala í jafntefli Manchester City og Burnley en franski miðvörðurinn var allt annað en sannfærandi í leiknum. City komst í 2-0 en missti leikinn niður í jafntefli.

„Þeir fóru mikið á Mangala. Mangala er dýrasti varnarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og ég ætla að sýna ykkur brot með frammistöðu hans um helgina," sagði Hjörvar Hafliðason.

„Danny Ings leikur sér að honum eins og smákrakka. Fylgist með fótavinnunni,  ákvörðunartökunum og hvernig hann staðsetur sig. Hann veit aldrei neitt hvað hann er að gera," sagði Hjörvar og sýndi í framhaldinu mörg dæmi með skrýtnum varnarleik Eliaquim Mangala.

„Takið eftir því hvað hann er alltaf ráðalaus. Hann hleypur bara eins og týndur krakki," sagði Hjörvar.

„Þetta á að vera alvöru böllur. Þetta er stór og stæðilegur strákur en það vantar eitthvað í hann. Það er skelfilegt hvernig hann ber sig.Það sem blekkti menn voru öll þessi mörk sem hann skoraði í Evrópukeppninni í fyrra," sagði Hjörvar en Manchester City keypti Eliaquim Mangala frá Porto fyrir 31,8 milljónir punda.

Burnley skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum og Hjörvar fór yfir lélegan varnarleik Eliaquim Mangala í þeim mörkum.

Það er hægt að sjá allt innslagið um Eliaquim Mangala með því að smella á myndbandið hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Messan: Mourinho og leikaraskapurinn hjá Chelsea

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var ósáttur eftir jafnteflið á móti Southampton og talaði um að allir væri komnir í herferð gegn Chelsea-liðinu. En voru Guðmundur Benediktsson og félagar í Messunni sammála því?

Gylfi fjórfaldaði sinn besta árangur

Gylfi Þór Sigurðsson hefur þegar bætt sinn besta árangur á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni að það þótt að tímabili sé bara hálfnað.

Gylfi Sig á bekknum í úrvalsliði Messunnar

Messan gerði í gær upp leikina sem fóru fram í ensku úrvalsdeildinni á milli jóla og nýárs en Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason völdu einnig úrvalslið fyrri umferðarinnar sem lauk með leik Liverpool og Swansea í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×